Eimreiðin - 01.05.1912, Page 71
147
semda. Hann hefir höndlað fullkominn sannleika. Hann hefir virki-
legt og ákveðið takmark að keppa að.
Ég man altaf eftir veslings seppa mínum skömmu áður en
hann veiktist. Hann sat þá svo ánægður á gólfinu við fætur mér,
ofurlítið niðurlútur, um leið og hann horfði til mín framundan sér,
eins og spyrjandi og væntandi svars, athugull og þolinmóður,
eins og guðhræddur maður, sem finnur til návistar guðs síns.
Hann fann til þess unaðar, sem er samfara sælufullum sálarfriði,
sem vér mennirnir verðum ef til vill aldrei aðnjótandi; því hér
vaknaði og glæddist þessi tilfinningarsæla við bros og hylli þeirrar
veru, sem var svo langtum æðri honum sjálfum. — Parna sat
hann svo alvarlegur og rólegur, og drakk með löngunarþorsta
hýrubros augna minna. Hann svaraði með því, að gefa líku líkt,
og sendi mér augnaráð sitt blítt og bljúgt og reyndi að láta mér
í té allan sinn kærleika með augum sínum — þessum guðdóm-
legu og sárffnu líffærum, sem geta breytt ljósinu, er vér dáumst
að, í innilegan ástarloga. Ég gat ekki annað en öfundað hundinn
af þessari miklu og traustu trúarvissu, og ég þóttist sannfærður
um, að sá hundur, sem eignast góðan húsbónda, er miklu sælli
en húsbóndinn sjálfur, sem enn þá ráfar í kolsvarta myrkri í leit
sannleikans.
Ritsjá.
JÓN TRAUSTI: BORGIR. Gamansaga úr Grundarfirði, 2. útg.
endurskoðuð. Rvík 1911.
Aðalefnið í þessari sögu er tilraun Grundfirðinga, eða þó öllu
heldur eyrarbúa á Gráfeldseyri í Grundarfirði, til að stofna fríkirkju,
af því að þeim hefir ekki tekist að vinna bug á mótstöðu sóknar-
prestsins gegn því, að flytja kirkjuna, sem stendur inni í fjarðarbotni,
út á eyrina. Hafa þeir fengið aðstoðarprest og tilvonandi tengdason
séra Torfa (svo heitir sóknarpresturinn) í lið með sér, en á stofnfund-
inum mætir séra Torfi, og fellur þá aðstoðarprestinum allur ketill í eld,