Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1912, Blaðsíða 72
148 svo lítið verður úr meðmælum hans með fríkirkju. En Torfi gamli heldur þar þrumandi ræðu og hún hefir svo mikil áhrif á fundarmenn, að fríkirkjustofnunin er feld með 46 atkv. gegn 15. Þetta er uppi- staðan í sögunni, en frá ívafinu er erfiðara að skýra, því það er svo margþætt. í sögunni eru margar góðar mannlýsingar og margt vel sagt, en bezt er lýsingin á séra Torfa gamla, sem »stendur eins og foldgnátt fjall« og hirðir lítt, þótt skruggurnar skelli á honum. Hann álítur frí- kirkju að vísu að ýmsu leyti betri en þjóðkirkju, ef nauðsynleg skil- yrði væru fyrir hendi, en þau vanti tilfinnanlega hér á landi. Um þetta- fer hann svo feldum orðum við tengdason sinn, aðstoðarprestinn: »Þetta er trúlítil þjóð, léttúðug og ístöðulítil, finnur lítið til á- byrgðar sinnar, eins og flestar þær þjóðir, sem eru að rétta sig upp úr margra ára kúgun og sultarbeygju, og er nýfarin að finna til sjálfr- ar sín. Hún hefir engan áhuga á kirkjumálum; allskonar önnur mál skifta huga hennar á milli sín. í trúarefnum, sem öðru, stendur hún á hættulegum tímamótum. Að fela henni kirkjumálin nú, væri að gera hana heiðna að nýju. I’essvegna spyrni ég á móti kirkjufrelsn . . . »Hún er ein af þeim þjóðum, sem hefir fengið frelsið á undan menning- unni og það hefir orðið henni of auðkeypt. Líttu í kringum þig og horfðu á þessa veslings þjóð, hvernig hún er stödd. Engin þjóð í heiminum á tiltölulega jafnmikið af slæpingjum eins og hún; engin þjóð á jafnmarga skrafskúma og skriffinna, engin eins marga efna- lausa og atvinnulausa lærdómsmenn, engin eins marga ritstjóra, engin eins marga, sem vilja vera leiðtogar, engin eins fáa, sem geta það. —- í höndunum á þessum »leiðtoga«-lýð er mikill hluti þjóðarinnar. Alþýðan er lítilsigld og auðleidd á glapstigu, og þó tortryggin, og trúir helzt því, sem ilt er. Ófyrirleitnustu skúmunum, sem bæði kunna að skjalla og rægja, verður bezt ágengt. Hvergi í heiminum er þyrlað upp öðru eins ryki af hjáleitustu hugmyndum. Alt á það að heita framfarir. Menn villast og vita ekki sitt rjúkandi ráð, og blöðin gera þá enn vitlausari. Enginn veit hvar byrja skal eða enda. I’að er meira þrekvirki, að láta nokkurn hlut ganga eftir ákveðnu lögmáli hér á landi, en alstaðar annarstaðar. Brevtingaþráin er svo rík, sjálfræðistil- finningin svo mikil, sjálfstraustið svo hóflaust, — en mentunin svo lítil. I’essvegna ná oft og tíðum hinar lægstu hvatir yfirhöndinni.« íHugsaðu til alls þess menningar-illgresis, sem þróast hér—hugs- aðu til allra þessara félaga, sem ekkert gera, fundarhalda, sem eru til ills eins, ásetninga, sem aldrei eru framkvæmdir, og dýrra drengskapar- heita, sem svikin eru sama kvöldið, alls þess hégóma, sem þýtur upp i ýmsum myndum og hjaðnar jafnóðum aftur. — Ég trúi ekki öðru, en þú hafir komist í kynni við eitthvað af þessu í sumar þarna ytra.« »Og hvað stoðar það, þótt þessir menn rati á einhver dýrmæt sannindi? Þeir kunna ekki með þau að fara. í þeirra höndum verða jafnvel hinar beztu hugsjónir að athlægi. — Alt lendir í tómu fálmi og fumi. Menn reka góð málefni út í öfgar, aðrir rísa gegn þeim, og fara líka með öfgar. Sannleikurinn verður seinfundinn, og kynslóð eftir kynslóð missir oft sjónar á honum.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.