Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 7

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 7
7 sumum eru glöggust í bláa endanum, hjá öðrum í þeim rauða. Siríusstjörnurnar eru heitastár, flestar miklu heitari en vor sól; hið létta vatnsefni er þar oft yfirgnæfandi, svo hið loftkynjaða yfirborð þenur sig langt út í geiminn, en hinn þyngri kjarni er tiltölulega lítill. Af málmefnum er járnið lang algengast; yfirleitt er sá málmur hið algengasta efni í stjörnugeimnum, þegar vatns- efnið er frá skilið. Frá þessum stóra stjörnuflokki er jöfn stig- breyting yfir í þær stjörnur, sem líkjast vorri sól. I einstöku stjörnum við Óríon og Algól vantar vatnsefnislínurnar, en í stað þeirra kemur rák, sem ekki einkennir neitt efni á jörðunni eða í voru sólkerfi; lína þessi er kölluð Óríons-lína. Á takmörkuðu svæði í himingeimnum hefir þannig sérstakt efni, sem ekki þekk- ist neinstaðar annarstaðar, tekið þátt í stjörnumyndaninni. Stjörnur af öðrum flokki eru flestar því nær alveg eins og vor sól að eðli og efni, eru ekki eins heitar eins og stjörnur fyrsta flokks, og í þeim vegna kólnunarinnar farnir að myndast nokk- urskonar gjallblettir. friðji flokkur er kólnaður enn meira; þar eru gjallblettirnir yfirguæfandi á yfirborði og breiðu böndin í ljósinu orsakast af því, að ýmsir geislar gleypast (»absorberast«) af nýjum efnasamböndum. sem eru farin að koma fram í loft- hvolfi þessara hnatta. I sumum þeirra hafa fundist súrefnissam- bönd og kolvetni. Ljósrannsóknir þessar sýna, að fastastjörn- umar eru á mismunandi þroskastigi að aldri, hinar bláhvítu eru yngstar, hinar rauðu elztar eða næst komnar takmarkinu, að breytast úr sól í dimman hnött. Fyrst eru stjörnurnar afar- heitir eimhnettir, sem smátt og smátt dragast saman við útgeisl- un í hið kalda rúm; efni þeirra breytast smátt og smátt úr gufu í fljótandi og föst efni. Vatnsefnis-gufuhvolfin kringum sólir þess- ar eru framan af mjög víðáttumikil, en smátt og smátt minka þau og hin þyngri, málmkynjuðu efni koma fram á yfirborðið og mynda breytilega gjallfiekki, sem kallaðir eru sólblettir á vorri sól; ljósið er nú orðið gult, en síðar myndast fleiri og fleiri efna- sambönd við kólnunina, og ljósið fær rauðan blæ, unz hnötturinn hættir að lýsa; stjarnan er ekki lengur só.l, er búin að taka á sig plánetugerfi. Yfirleitt finst vísindamönnum, að þeir í litsjánni geti, [á stjörnum ýtnsra flokka, fylgt frarnþróun efna og efnasam- banda frá rafmagnseindum þeim, er mynda frumagnirnar, upp í málmsambönd og kplasambönd hinna kólnuðu hnatta. Ljósrannsóknirnarnar hafa ennfremur sýnt, að til eru þoku-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.