Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 9

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 9
9 kerfi með 75 km hraða á sekúndu og mundi verða komin hing- að að 60—70 þúsund árum liðnum, ef hún fer beint, sem þó engin vissa er fyrir. Af þessari ljósrákamælingu hafa aftur leiðst aðrar uppgötvan- ir engu þýðingarminni. Menn geta nú sumstaðar ákveðið legu og hreyfingu hnatta, sem ekki sjást í hinum beztu sjónpípum, uppgötvað hnetti, sem engum gat dottið í hug að væru til, og reiknað út hreyfing þeirra, þó ekkert mannlegt auga geti séð þá. Þetta á einkum við hnetti, sem standa í nánu innbyrðissambandi, eins og tvístjörnur.1) I sumum tvístjörnum eru félagarnir svo ná- lægt hvor öðrum, að eigi mundi hægt í sjónpípum, jafnvel þó þær væru hundrað sinnum stærri en hinar beztu, sem til eru, að greina hvorn frá öðrum. Stjörnur þessar þyrlast hver í kring- um aðra með geysihraða; á umferðum sínum nálgast þær eðli- lega og fjarlægjast vort sólkerfi, og því getur litsjáin sýnt stað- breytingar í rákum þeirra. Ef nú litrákaböndin eru ljósmynduð dag eftir dag, má mæla • innbyrðis stöðu rákanna, og af þeim reikna umferðartíma og umferðarhraða hnattanna, og einnig þyngd þeirra, þó ekkert auga geti greint hnetti þessa hvern frá öðrum. Er það ekki furðanlegt, að mannsandinn skuli eigi að- eins geta fundið efni og hreyfing stjarna yzt úti í geimi, held- ur líka þyngdarhlutföll þeirra, af einsömlum ljósgeisla, sem ef til vill hefir verið mörg hundruð ár á leiðinni hingað til jarðar f Fræðimenn hafa lengi vitað, að stjarnan Algol2) (»Beta« í Perseus-merki) er breytileg og undarleg í háttum, en menn hafa lítið skilið, hvernig á því stóð. Litsjáin hefir ráðið þá gátu sem margar aðrar, og sýna uppgötvanir, sem þar að lúta, hve langt má komast með litlum efnum, þegar þetta nýja skynjunarfæri er notað. Hvað ljósmagn snertir, er Algol vanaleg stjarna í ann- arri röð; en hvert skifti sem liðnir eru 2 dagar og 14 stundir, fer hún að dofna alt í einu og um 3^/2 stund verður hún sem stjarna í 4. röð; að því búnu glæðist hún aftur á 3^/2 stundu og verður að stjörnu í annarri röð; þessi birtuskifti stjörnunnar fara J) Sbr. »Skírnir« 1905, bls. 238—249. 2) Nafnið er arabiskt; al ghul, hihn voldugi andi, sem oft er getið í 1001 nótt. Til forna var stjarna þessi á íslenzku kölluð kyndilberi, sjá »íslenzk alfræði« II, 72.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.