Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 18
i8
Mér flaug þessi hugsun í hug, meðan hún skalf á beinunum
fyrir fótum mínum, að veita henni »náðarhöggið«. Hún var ef
til vill að biðja mig þeirrar ásjár.
En þá varð mér litið upp til hnjúkanna. Par átti rennings-
skriðið upptök sín og var því líkt, sem fram af þeim kembdi
úfnar hærur. Par áttu rjúpurnar langaföstu sína í snjóbælunum.
Peim var nú búinn fellir á jarðleysunni.
Eg gat ekki hjálpað þeim.
Músinni var ekki vandara um en rjúpunni.
Og lengra burt, bak við hnjúkana, sem gnæfðu við himin,
krokuðu hreindýrin sig undir gjáveggjum og skaflahengjum. Pau
komu á miðri langaföstu ofan í bygð, sóttu í krafstrana við heið-
arkotin, þar sem sauðféð hafði verið mokað niður og var gengið
frá rótnöguðum lyngþúfum. Og þessar hrjónur börðu hreindýrin
niður í svarta mold, með brotnum og blóðugum klaufum.
Nú voru hreindýrin orðin uppiskroppa. — Alt saman hjálp-
arlaust og örbjarga, það sem náttúran setur á útiganginn.
Og önnur rödd kemur innan úr einrúmi mínu, sem mælir á
þessa leið:
»Pú að hjálpa músinni — svei! Þú getur þá, vænti ég,
hjálpað sjálfum þér og þínum yfir til næsta dags?« —
»Nú ert þú á helvegi. Á morgun verður þú, íslendingur, á
heljarþremi. Eg sé dómsorðið skráð í skýjunum. Pað leiftrar og
glóir logaletrað báðumegin við sólina.«
— Hrafn kemur sunnan og flýgur undan gjóstinum. Hann
krunkar ekki, en þó heyrist til hans. Það er tómhljóð í gogg-
inum.
Hann stefnir á svarðhraukinn. Og steinsnari frá honum
steypir fjaðrasvartur sér niður á fönnina, eins og steinn félli.
Margur lýtur að litlu. Eg veit, hvað þú hremdir þarna á
auðninni.
Ó, þú angstyggilega lífsbarátta. —
Snjótitlingur flýgur með snöggum væpgjatökum, lyftir sér
ýmist eða hefur sig á fluginu. Hann er kátur vonum framar og
stefnir beint á kaupstaðinn. Hann veit þar af mjölsáði og brauð-
molum í skjólinu milli búðanna.
Petta er danskur matur að vísu.
En þú ert ekki vaxinn upp úr sambandinu við Dani.
Og þó ertu sjálfstæðisfugl — í raun og veru — elskastur