Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 27
2 7 Svo lítur út, sem bændurnir séu farnir að fallast á allan þennan »fína móð«, og kjólana með; þvi allur helmingur af þeim sveita- stúlkum, sem eru nú farnar að strunsa suður í Rvík til lærdóms, — »á verkstæðú, segja þær, »í sölubúðc, »á símastöð« o. s. frv., — eru kjólklæddar, eða jafnvel flestar, og með úr í löngum festum. En séu þær svo heimskar, að vera í íslenzkum húfufötum, mega menn eiga það víst, að silkisvunta dinglar framan á þeim. Og þegar þær koma í land, sjást á þeim skýrar rósir, bæði af spýju og bleytu, sem slezt hefir á þær á þessum »fínu sjótúrum«. Og þó eru þær svo hjartans ánægðar á svipinn, rambandi með þetta skraut framan á sér; því þessi bleyta er ekki úr kvíum, og því vel þolandi. Og þó fæt- umir séu eitt forarendemi, og pilsin líka, þá hefir sú bleyta eða óþverri ekki myndast í kvíum, heldur í þarfir sjálfra þeirra, til þess að fullnægja hinni innri hvöt, nfl. að s ý n a s t. Mér verður stundum gramt í geði, er ég sé slíkt og þvilíkt. En heiðarlegar undantekningar eiga sér þó stað; því ég þekki stúlkur, sem aldrei tildra sér svona fram. En þegar ég hugsa um hinar, þá dettur mér í hug, það sem dr. Hjaltalín sagði við mig þingsumarið 1867, þegar verið var að tala um að rýmka frelsi vinnufólks og leysa vistarbandið. Ég kom þá á þing einn dag, og heyrði, að hann hafði mikið á móti því, að vistarbandið væri leyst. Ég átti þá heima hjá honum, og var það vani hans, þegar hann kom heim af þingi, að segja mér, hvaða mál hefðu verið á dagskrá. Svo fór hann að tala um vistarbandið, töluvert æstur. Þá segi ég: »Ég er hissa á þvf, að þér skulið vilja hefta frelsið.« í’á svarar hann: »Þú sérð skamt fram í tímann.« — »Hvað verður þá?« spyr ég. — »Pað, að skörin fer upp í bekkinn,« segir hann. »Vinnumaðurinn þykist jafnsnjall hús- bóndanum og vinnukonan húsmóðurinni, og endirinn verður sá, að fólk hrúgast í kauptúnin, og bóndinn verður í vandræðum með að tá vinnufólk, hversu hátt kaup sem hann býður.« Svo bætir hann við og segir: »Jæja, Anna mín, þú lifir það, að þetta verður. Fólkið fær frelsið of fljótt. f’að kann ekki að fara með það enn, nýkomið úr viðjunum gömlu.« Hvort nokkur annar sé búinn að þreifa á, að þessi ummæli dr. Hjaltalíns hafi ræzt, veit ég ekki, en ég hygg, að þau séu fyllilega fram komin, eins og ég þegar hefi lýst. Og ég býst við, að ég hafi þar ekki orðum aukið, því margt mætti til tína fleira, sem bendir á algert gáleysi hjá mörgum. T. d. má benda á hagnýting ýmsra hluta, er áður voru hafðir til matar. Innvols kvikfénaðar liggur í þessu hallæri (sem mér finst ekki sé ofnefnt þetta ár) ónotað hér í fjörunni nú um slátrunartímann, sem þó væri nógur matur á marga hesta. Nú er vömbin ein hirt, en hinu fleygt í sjóinn. En garnirnar kaupa mentuðu þjóðirnar, og selja aftur dýrum dómum. Á hvað bendir annað eins, annað en skrílshátt, sem þjóðin því miður er ekki enn orðin alveg laus við? Það væri sannarlegur velgjörningur, ef einhver tæki sig til að koma í veg fyrir annað eins háttalag. Og mér finst, að það stæði sveitarnefndunum næst, að hefjast handa í því efni. Því mér hefir verið sagt, að þetta sé orðið alsiða um land- ið. Hér í Stykkishólmi hafa tvær konur tekið sig saman og látið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.