Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 28
28 hirða úr fjörunni, það sem sjórinnn skilar, og hafa það síðan handa hænsum sínum. Er ég önnur þeirra, og erum við búnar að fá 2 tunnur af þessu slangi. En heldur var nú hæðst að þeim, er gerðu þetta, og nóg af glósum um, hvað það væri »simpelt«, að vera að hirða þetta innvols og rusl. Og svo er hrópað fjöllunum hærra: »En hvað fólkið er fátækt!« En mér er spurn: Bendir þetta eigin- lega á fátækt? SVEITARÓMAGAR, FÁRÁÐLINGAR OG UMSKIFTINGAR. Mikið var um sveitarómaga í þá daga, og enn fleira en nú. Fullorðnar stelpur voru á sveit, og eins strákar, en þeir voru þó færri. Ég man eftir tveimur Ingibjörgum, er voru á sveit, og var önnur 18 ára, en hin 20. Var hin fyrri auknefnd »padda«, og hafði faðir hennar gefið henni það nafn. Var hún að flækjast um flesta bæi í sveitinni, og vildi enginn ljá máls á því, að taka hana, nema með meðgjöf. Lagði þá hreppstjórinn að foreldrum mínum, og létu þau loks tilleiðast. Nú kom Imba, og kunni hún ekki aðra innivinnu, en að greiða ull. En útivinnu hafði hún lært þá, að moka flór og sækja vatn. Tók nú móðir mín að reyna að kenna henni eitthvað, að kemba og spinna. En hún gerði alt illa, var vond í skapi og kallaði alla b.......orma, sem henni þótti við, nema pabba og mömmu. Þolgæði hefir víst þurft til að kenna henni, en svo var þó komið, að Imba sat á stól og spann á rokk einhvem stagþráð. Nú bar svo til einhvern dag, að faðir hennar, er hét Jón, auknefndur »básaskál«, kom framan úr sveit, veður inn í stofu og ’neilsar á vanalegan hátt slíkra manna í þá daga, sem var sá, að lyfta upp hattbarðinu eða húfuderinu að framan og kyssa alla. Nú ætlar hann að heilsa móður minni á sama hátt, en í þvl rekur hann augun í Imbu dóttur sína, og gleymir þá að heilsa, en segir: »Nei, hvað sé ég! B............. stelpan, hún Imba, situr hún ekki á stól, og er að spinna á rokk, nærri þvl við hliðina á maddömunni.« Svo skellihlær hann og segir við móður mína: »Hvernig getið þér haft þetta nálægt yður?« og bendir á hana um leið. — »Nær varð maður að ganga, meðan verið var að kenna henni að mylkja og snúa rokknum, en það gerðu börnin til skiftis,* sagði móðir mín. Við höfðum snúið hlaupastelp- unni með höndunum, svo Imba gæti lært að stíga rokkinn. Hann varð alveg hissa. Þá segir móðir mín, að hún eigi ekki að vera á sveit lengur. »Nú, ér það sona!« segir karl. Ég man aðeins, að móðir mín tók dálítið ofan í við hann, en ekki mikið samt. Þegar Jón básaskál kom til Helga kaupmanns, er einnig bjó á kampinum, sagði hann honum að geta, hvað hann hefði séð í hús- inu hjá ’honum Daníelsen. »ídi-di-di« var kækur eða viðkvæði gamla Helga, og segist hann ekki geta gizkað á, hvað það hefði verið. Þá segir Jón: »Og ekki nema það, að b...........stelpan hún Imba sat á stól og var að spinna á rokk rétt við hliðina á maddömunni.« Hafði Helgi þá tekið óþyrmilega ofan í lurginn á honum og sagt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.