Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 33

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 33
33 sem fangavörð sinn, en hann sat á sér lengi vel, og mátti heita, að hann sæti jafnan á sér við föður minn. En hvað ég man vel eftir greyinu honum Sölva. Ég var þá 7 vetra, og man, að hann var altaf að mála. Hann var látinn sitja í þingstofunni. En þar var kalt, og var hann að skreppa inn i hina stofuna til okkar, til að verma sér á höndum, og sagði, að þetta væri köld vinna. Fóru þá sumir að gera gys að honum, og sögðu, að honum væri nær að smíða meisa, eða vinna eitthvað, er honum hitnaði af. f’á spurði hann aftur á móti, hvort þeim sýndist, að sín- ar fíngerðu hendur væru skapaðar til stritvinnu. Á borðinu hjá sér hafði hann margar flöskur, fullar af ýmsum lit, og með honum var hann að mála alla daga. Hann málaði andlitsmyndir af öllum höfð- ingjum hins mentaða heims; og aldrei man ég til, að sæist annað, ei>, eintómar mannamyndir, flestar ofan undir mitti. Eitt sinn man ég þó eftir, er móðir mín var að knipla, að hana vantaði uppdrátt til að knipla eftir, og fékk hann hjá Sölva. Og ég man líka, að bæði mamma og ljósa urðu forviða yfir, að þær gátu báðar kniplað eftir honum, og þótti snoturt. Þegar ég gekk um stofu Sölva, flýtti ég mér jafnan inn í dagstofu. I’ingstofan var á milli gangsins og dagstofunnar. Sagði faðir minn, að við ættum ekki að dvelja hjá Sölva. Eitt sinn hljóp ég fram hjá stól hans, sem ætíð stóð fyrir framan málaraborð hans; þá sagði hann þægilega við mig: s Komdu. Anna litla, ég skal verma þér.« Ég kom utan að, og þorði ekki að hlaupa burt, þorði heldur ekki að láta hann sitja undir mér. En hann tók mig og setti á hné sér, og var mér þá nóg boðið, og fór að reyna að smámjaka mér ofan af hnénu, en fann að fast var fyrir. Fór ég þá að kjökra, því ég var hrædd við hann, þó undarlegt væri, þar sem hann lagði aldrei til mín. Loksins slepti hann mér, og þá man ég, að aumingja greyið sagði: »AUir forðast mig, og þú, blessað barnið, líka, blessuð farðu.« Og fegin varð ég, að sleppa. Þegar kalt var, át hann í dagstofu, við annað borð, og þá var hann stundum að masa um ýmislegt, meðal annars um dónaskap og ómensku. En það þoldi Jón bróðir minn illa; hann var okkar elztur, 12 — 13 úra. Sló stundum i hart á milli þeirra, og kom þá faðir minn stundum að, og eitt sinn mælti hann fram vísu þessa, um þá báða, Jón sál. og Sölva: Heilræðin ég hygg að nýta, Lengi hefir æft hið illa, heimskum fant til jafns að kýta, á því bágt með kjaftinn stilla, er sig hleður skömm á skömm. unz hann hirting hittir römm. Sölvi þagnaði fljótt að vanda, er pabbi lét til sín heyra, og varð ætíð þögull lengi á eftir. Það var í einu rökkri, að hann gekk í dagstofu að vanda, því pabbi hafði skipað svo fyrir, að hann ætti þá að vera inni. Var Sölvi það kvöld eitthvað upprifinn og kátur, og fer að lasta Eyrsveitinga, og hvernig alt sé þar í sveit. En enginn gegnir honum. Þá segir Sölvi: 3

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.