Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 48

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 48
Scherazadi drotning dýr, dável lærð og hyggju skýr, nefnir mig í sögum sín, sést af þessu virðing mín. Leyfið mér þó litla stund, listum vafið eðla sprund, stutt, að gömlum stafkarls sið, stúlkur yðar tala við. Sælar allar, ágæt fljóð! úti í dyrum kemur hljóð, skreppið ofan skjótt sem má, skónum kippið fætur á. Skikka eg, gjörist skipan mín, skal hver falleg baugalín til af megni tildra sér, takið rennfull þvottaker! Úr þeim skolið andlit bezt, einnig saur af höndum mest; farið skárra fatið í, físið duftið vel af því. Skautið liðugt, hátt og hvítt, um höfuðið bindið silki nýtt; skundið út með skartsfaldinn, Skeggja pögla leiðið inn. Skenki ég yður skeggið mitt, skal hver aftur gefa sitt og svo koss að auki mér; ei má vita, hverninn fer. Mál er ekki að fara í fjós, fagurt tendrið vöku-ljós! Sagan af mér hefjist hátt, heftið þungan ýsu-drátt! i. partur bókarinnar hefir inni að halda grimdaræði Schaharjar og dýrmætu ráð Scheherazadi að frelsa landslýðinn; byrjar hún þá fyrst söguna af kaupmanni, hvar af rísa margar sögur, og so byrjast.....ra (ólæsilegt) sagan, með mörgum öðrum þar inn í; þar eftir Calendera sögurnar og endar í annarri. 2. partur inni- heldur af Calenderanum og so þeim þriðja, forlaga-söguna ásamt Zobedei og systrum hennar, einninn 7 reisur Sindbads sjóreynda, og síðast af þeirri deyddu konu, sem í fjórum stykkjum fanst í fljótinu, innsveipuð í skríni; og so endar annan part bókarinnar. En sá 3. byrjar af Norúden Alí og Bedredín Hassan, og þar eftir byrjast sú margbrotna saga af Hnúthryggi eða hofnarranum kóngsins í Casgar, sem inniheldur 1. söguna af Hnúthr., sem fiskst. stóð í, og so innkauparans, af manninum, sem misti hend- ina, og þar eftir hvítalaukssagan, so sagan um hálsbandið með perlunum, þá skraddarans saga af Skeggja, þá hann átti að raka kaupmanninn; og so segir Skeggi sína lífssögu og af 6 bræðrum sínum; líka læknar hann Hnúthrygg og kippir með töng fisk- stykkinu úr hálsi hans; og so endar þann hlut bókarinnar, er síra Pétur lagði út, en byrjast síra Jóns.« Ekki hafði Matthías, tengdafaðir minn, getið þess, hver þessi Elín (eða Elinn) Stephánsdóttir hefði verið, né prestarnir,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.