Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 55

Eimreiðin - 01.01.1916, Síða 55
55 andi Betlehemsstjarna út úr hverju hans kvæbi og hverju hans orði. Hann er framar öllu öðru skáld mannelsku og hjartagæzku. Hann elskar og trúir á alt gott, bæði á himni og jörðu. Hann er trúmaður hinn mesti, sannarlega guðelskandi maður. En hann má ekki til þess hugsa, að nokkur eigni guði nema það, sem er gott. Og hann getur ekki hugsað sér gæzku guðs öðruvísi en sem hæsta stig mannelskunnar. Harðir og strangir refsidómar eru honum viðbjóður. Hann trúir á mildi og mannúð, fyrirgefn- ing og farsæld að eilífu. Séra Matthías hefir ort ósköpin öll af erfiljóðum, eftir fólk af öllum stéttum. Og vill þá vanalega svo fara með flesta, að þau verði stundum dauf á bragðið. En ekki höfum vér séð nein erfiljóð eftir séra Matthías, sem kallast gætu með öllu ónýt. í öllum þeim aragrúa glampar jafnan einhver neisti skáldlegrar snildar, sem snertir svo vel og þægilega tilfinningastreng lesand- ans og gerir þau svo huggunarrík. Og mörg þeirra eru hrein og bein snildarverk. Fremst þeirra allra er þó kvæðið »S o r g«, sem hann orti eftir konu sína, enda er það einn af dýrustu gim- steinunum í íslenzkum bókmentum. »Guð er sá, sem talar skáldsins raust« kvað Gísli Thóraren- sen um Jónas Hallgrímsson. En ekki ætti slík setning síður við um séra Matthías. fví að þó að kvæði hans séu auðvitað harla misjöfn að gæðum, eins og hlýtur að vera um allan þann grúa, þá þekkjum vér ekkert skáld í hinum nýrri bókmentum vorum, sem ber þess svo augljós merki, að vera guðinnblásið skáld, eða gæddur því, sem á útlendum tungum kallast vdivinationi. Hann er skáldkonungur af guðs náð. Það var ásetningur EIMR., að flytja að þessu sinni yfirlits- ritgerð um skáldskap og ritstörf séra Matthíasar. Hafði hún ver- ið pöntuð hjá íslenzku skáldi, sem lofað hafði að rita hana. En hann gafst upp við hana; og þegar ritstjórinn fékk um það að wfita, var komið í eindaga, svo enginn tími var til að semja nýja. Það er sem sé ekki neitt áhlaupaverk, þar sem um jafnmikil og margháttuð bókmentastörf er að ræða. Vér verðum því að láta þessi fáu framanskrifuðu orð nægja í þetta sinn, En jafnframt höfum vér snúið oss til Hafnar- skáldanna íslenzku og beðið þau að lofa EIMR. að flytja af- mæliskveðjur frá þeim til skáldkonungsins. Og þær koma hér á eftir.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.