Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 56
56 Höfum vér þá því einu við að bæta, að grátbæna þess Ið- unni Bragadís, að miðla honum enn drjúgum af ódáinseplum sín- úm, svo lándinu okkar megi auðnast sem lengst sú sæmd og gleði, að sjá vinsælasta skáld og vinsælasta mann þjóðarinnar á heilum fótum og með óskertu andans fjöri. Khöfn, ik. nóv. 1915. V. G. Afmæliskveðjur til skáldkonungsins. Kæri séra MATTHÍAS JOCHUMSSON! Ég lýt þeim manni með lotningu, sem fóstra okkar, Island^ léði hörpu sína — með glaðara geði og fremur nokkrum öðrum sona sinna. Pó lýt ég yður einkum fyrir það, hve vel þér kunn- uð með hana að fara. Pví aldrei hefir neitt hljóðfæri fallið í hæf- ari og verðugri hendur. Síungi öldungur! Enn þá hefir Elli gamla ekki þorað til við yður, þó hún sé búin að hlaða átta tugum ára á herðar yður. Ég vona, að hún þurfi að bæta við bæði níunda og tí- unda tugnum, áður en hún sér sér fært að setja á yður síðasta hælkrókinn. Því enn mun gull undir rótum þeirrar tungu, sem orti mörg áf okkar fegurstu og átakanlegustu ljóðum. Lengra líf og fleiri ljóð! Éað er heillaósk mín og okkar allra Islendinga til yðar, óskabarns landsins og elskhuga skáld- gyðjunnar. Charlottenlund, 11. nóv. 1915. . GUNNAR GUNNARSSON.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.