Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 58
5» Ég var á sjöunda árinu, þegar ég sá sjónleik í fyrsta skifti -á æfinni. Og það var í heimahúsum. Egill bróðir var lífið og sálin í fyrirtækinu, og hann lék aðalhlutverkið — sjálfan Skuggasvein. Aldrei, hvorki fyr né síðar, hefir nokkur leiklist gripið mig með jafnmikilli aðdáun og skelfingu, eins og þegar Skuggasveinn hristi atgeirinn og kvað með ógurlegri raust: Ógn sé þér í oddi, hngur í fal, í eggjum dauði, en heift í skafti. Löngu seinna, þegar ég var kominn til vits og ára, skildi ég, að þá snart gyðja sorgarleiksins hjarta mitt í fyrsta sinni með sínum volduga væng. Petta datt mér í hug í morgun, þegar ég las í dönskum blöðum, að nú hefði skáldjöfurinn mikli náð áttræðis- aldri. Og í kvöld flaug hugurinn yfir hafið og tók þátt í afmælis- gleðinni. Pegar ég stóð upp og lyfti glasinu, brosti heiðursgesturinn til mín, og ég skildi, að hann gaf mér leyfi til þess, að tala að skálda sið og segja þú við konunginn: »Sit þú heill, skáldkonungur, á þínum heiðursdegi, í hásæti elztu og ágætustu tungu Norðurlanda! Sit þú heill, gæfumaður, þú, sem berð átta áratugi létt- stígur með lofsöng á vörunum! Látnir skörungar og allir núlifandi Islendingar, stórmenni og smælingjar, hafa fagnað ljóðum þínum. Komandi kynslóðir munu verma hjörtun við eld þinna bjartsýnu söngva — og gráta yfir þinni ógleymanlegu »sorg«. —« Salurinn hvarf. Ég sá norðurljósin loga á himinhvolfinu. Boðsgestirnir voru nú tugir þúsunda. Peir sungu allir: »Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð! vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Mér varð litið á skáldið, áttræðan heiðursgestinn, og sá, að honum vöknaði um augu — við að heyra sín eigin ódauð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.