Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Side 59

Eimreiðin - 01.01.1916, Side 59
59 legu orð — lofsönginn mikla — um æfi föðurlandsins — sunginn einum munni af ailri þjóðinni. Charlottenlund, n. nóv. 1915. JÓIIANN SIGURJÓNSSON. Ritsj á. f’ORSKABÍTUR: NOKKUR LJÓÐMÆLI. Gefin út af Borg- firðingafélaginu í Winnipeg. Rvík 1914. ijfi. Hann þarf ekkert að óttast, hann Þorskabítur (sbr. »Tii lesar- ans« framan við bókina), þeir verða ekki harðir, dómarnir um þessi ljóðmæli hans. Og það af þeirri einföldu ástæðu, að Ijóðmælin eru yfirleitt svo góð, að þau eiga lof skilið, en ekki last. í rauninni bera þau þess engin merki, að þau séu eftir óskólagenginn alþýðu- mann, sem þó sagt er, að þau séu, þótt ekki sé nafnsins látið getið. En hver sem höf. kann að vera og hvort sem hann hefir í nokkurn skóla gengið eða eigi, þá sýna kvæði hans, að hann hefir aflað sér all-víðtækrar mentunar, auk þess sem hann er vitsmunamaður að náttúrufari. Og ekki er það neinum heiglum hent, að keppa við hann í meðferð íslenzkar tungu. Hún er hjá honum kröftug og ómenguð, enda rímlistin svo mikil, að hann getur sett fram hugsanir sínar ljóst og greinilega án þess að misbjóða hcnni í neinu, þó oft sé all-dýrt kveðið. í’að getur því átt við hann sjálfan, er hann (bls. 98) kveður: Yrkið þitt er andlegt stál óafbakað íslenzkt mál, —- ekkert hugsun þvingar — engir vanskapningar. Lýsingar hans og líkingar eru og víða bæði fallegar og skáldlegar. «ins og t. d. um ísland (bls. 5—6): Sett varstu’ á stuðlabergs stól, hreinleg í hrímkufli gráum, hýrleg í regnfeidi bláum, •dýrleg á daggeislakjól. Húmskygt við heiðblámans tjald lindar úr Ijósvírum þöndum, l.igðir af meistara höndum, skreyta þinn fannhvíta fald.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.