Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1916, Page 60
6o ísjötna harðneskju-hót sefast, þá svipinn þinn líta. Sæguð með brimlokka hvíta krjúpandi kyssir þinn fót. fín fegurð er frumlista-verk. Skógur þó skýli’ eigi fagur, skínandi miðnætur-dagur vefur þér sólroðinn serk. Og ekki vantar heldur mælskuna um ísland (bls. 12): Margt er þér hollvætta hjá: Alfar ( fjöllum og fellum, framsýnu tröllin í hellum, disir við dalvötnin blá. Bergrisar hjarta með heitt, búnir í blámóðu-serki, bera þitt eldlega merki blikandi bálörum skreytt. t. d. í þessu erindi, úr öðru kvæði Kættumst, þá úr kví af skjöldum kappinn gat sér lyft; reiddumst, þegar þræls af völdum þú varst rétti svift; grættumst, þegar börn þín bana þiðu’ á sultartíð; hétumst, þegar hundar Dana hýddu frjálsan lýð. f>á er og kvæði hans um Borgarfjörðinn svo stórfallegt, að vér get- um ekki stilt oss um að sýna úr því þessi erindi (bls. 15—16): Horfum á þess helgibrag himinmildan sumardag. Hvað það brosir blítt og sætt, blámóðunnar guðvef klætt. Enginn betri blikmynd sá, betur liti skiftast á. Vatnið silfrað, landið lágt litað grænt, en fjallið blátt. Skörð og tinda, skriðugil, skarpar eggjar, klakaþil, nípur, dranga, nátttröll stök, náttúrunnar Grettistök, dísatorg og tívastól, tröllakirkjur, gýgjaból, afdalsvætta óðul hrein, álfaborgir, dvergastein. Efst við heiðan himininn herðabreiði jökullinn . gnæfir hátt með höfuð fritt, hárið grátt og skeggið sítt; hjálminn bratta breðastáls ber sem hatt, en sér um háls hélugráan knýtir knút kiakabláum rembihnút. Héraðsbygðar hjartastað hugarsjónin færist að, hvar í fjalla frjórri sveit fomhelgastan eigum reit. Þar í hlöðnum þróarbaug þjóðarfræg er Snorralaug. I’ökkum öll, að erum kunn ættarlands vors Mímisbrunn. Ljósið það, sem bjartan baug breiddi kringum Snorralaug, lýsti upp sveitir lands og strönd, lýsti um gjörvöll Norðtjrlönd; lýð í gegnum lífskjör dimm lýsti meira en aldir fimm; lýsti bezt, er list fékk völd, lýsir enn oss hér í kvöld. Gott er og kvæðið um Gimli, einu íslenzku borgina í Ameríku, sem situr eins og kóngsdóttir í skógarrjóðri og er að spegla sig í Winnipegvatninu, og sem á að koma sér vel við dollaradrotninguna (Ameríku), án þess þó að svíkja eldfjalladrotninguna goðbornu (Is- land). Vér tilfærum tvö erindi:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.