Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 61
6i
Gimli! Þú heitin varst göfgasta nafni,
gríska þó virðist það kynblöndnum lýð.
Barn ertu enn þá í borganna safni;
barnið sér enginn hvað verður með tíð.
í>ú ert sem ungmey í skógarins skjóli
skírlíf með ársólarroðann á kinn,
bíður þíns hámarks á blíðvona stóli.
Blátæra vatnið er spegillinn þinn.
Gimli! Ég árna þér frægðar og frama,
framtíðargengis í sérhverri grein.
Verði þitt íslenzka einkennið sama,
eldfjalladrotningar minningin hrein.
Komdu þér vel samt við dollaradrotning.
Drotning sú vís er að liðsinna þér.
Sintu’ hennar boðum og sýndu’ henni lotning,
— en svíktu’ ekki hina, sem g o ð b o r i n er.
Þá eru og vorkvæðin hans f’orskabíts heldur ekki slök, t. d
»Vormorgunn« (bls. 28—29):
Vors er nætur-dýrðin dvínar,
dagurinn þá af austurhæðum
inn á sjónar-sviðið víða
svífur í björtum tignarklæðum.
Hans ei dvelur dísin hlýja
dýrðleg tendra ljósafærin.
Geislafléttur gyltra skýja
greiðir mildur sunnanþlærinn.
Yfir breiðist árdagsmóða,
eins og rósablæjur þunnar.
Máluð eru grænum gróða
gólf í sölum náttúrunnar.
Nú má fagra hringing heyra.
Hún er vorsins gleðikliður.
Saman blandast blítt í eyra
bjarkaþytur, vatnaniður.
Fegnir sumars frelsisgjöldum
fuglar sér í hópa raða,
líða hátt í loftsins öldum,
létta vængi í geislum baða.
Hefja söngva hjartagladdir,
heyrast sem frá einum munni
unaðsblíðar englaraddir
ofan úr bláu hvelfingunni.
Lýðir næsta lítt sér hasta,
leggja hlust að fegurð þinni.
O, þú glæsta og* göfugasta
guðsþjónusta í veröldinni!
Ekki síður þýtt og unaðslegt er »Við vorkomu« (bls. 30—31):
Nú blánar loft, og breytist klakamóða
í blæju þunna vorsins daggarúða ;
sig klæðir jörð í krystallsperlu-skrúða,
sem kærum ástvin fagni meyjan rjóða.
Senn blikar sumar-sól á foldarslóðir
og sérhvert blóm í geislamundum lýkur,
af blöðum veikum burtu náttdögg strýkur,
sem barns af vöngum tárin ástrík móðir.