Eimreiðin - 01.01.1916, Blaðsíða 66
56
henni vinna, og láta alúð fylgja verki, mun svo fara, að þeim þykr
vænna um bæinn sinn, vænt um bókina — og Einar. •
V St.
GEORGE H. F. SCHRADER: HESTAR OG REIÐMENN Á
ISLANDI. Akureyri 1913 —15. (Kr. 3,50.)
í’etta er hvorki meira né minna en ágætisbók. Þar er einarðleg
og sönn gagnrýni á reiðmensku íslendinga og hinni hræmulegu með-
ferð þeirra á hestum þeirra (sþarfasta þjóninum«), og að nokkru leyti
einnig á öðrum alidýrum (sauðfé og nautgripum). Er í fyrri hlutanum
almenn lýsing á meðferð hesta á íslandi og reiðlagi íslendinga, sem
margir hverjir halda, að þeir séu »beztu reiðmenn í heimi« En höf.
sýnir fram á, að það sé nú eitthvað annað. Þeir séu einmitt eftirbát-
ar allra annarra. í síðari hlutanum eru svo margskonar leiðbeiningar
um nauðsynlegar endurbætur í þessum greinum, um fótahirðing hesta
(hófsmurning, járning, hefting o. fl.), fóðrun, brynningar, hirðing,
þrifnað. hesthús, lækningar, beizlabúnað, reiðtygi, reiðlag og ganglag,
kynbætur og margt fleira. Og til frekari skýringar er bókin prýdd
með sæg af góðum myndum, bæði íslenzkum og útlendum til saman-
burðar. Dálítinn útdrátt úr bókinni hefir höf. gefið út á ensku og
seinna á hún mestöll að koma út á þýzku. í enska útdrættinum er
og skrá yfir bækur um Island á ensku og þýzku; en hún er næsta
ófullkomin og ætti að verða fullkomnari í þýzku útgáfunni. Þar er
ekki einu sinni getið um þýzku útgáfuna af »Islands Kultur«: slsland
am Beginn des 20. Jahrhunderts«, sem gefur þó áreiðanlegri og fjöl-
breyttari upplýsingar um lff og nútfðarmenning Islendinga en nokkur
önnur bók og er auk þess með 109 myndum. Ekki er þar heldur
minst á þýzku útgáfuna af »Piltur og stúlka«, »Sverð og bagall« o. fl.
Miklu betri og fullkomnari er bókaskrá próf. Palleskes aftan við þýð-
ingu hans á »Islands Kultur«.
Annars á hr. Schrader mestu þakkir skilið fyrir bók sína, og
viljum vér ráða öllum til að kaupa hana og færa sér kenningar henn-
ar í nyt, sem geta orðið landinu afarmikils virði, ef menn breyta eftir
þeim. Blöðin ættu ekki að linna látum, fyr en þau fengju alla
bændur til að kaupa jafnþarfa bók. Ekki ætti það heldur að spilla
fyrir sölunni, að a 11 u r ágóðinn á að ganga til mannúðarstofnana á
Akureyri, þar á meðal til hins mikla hestahælis og ferðamanna, sem
höf. hefir reist á Akureyri á eigin kostnað og gefið bænum, Og all-
an útgáfukostnað bókarinnar hefir hann og gefið úr eigin vasa. Er
gott að fá heimsókn af slfkum mannvinum sem hr. Schrader, og
hans mannúðlega gagnrýni eitthvað meira virði en skjall og skrum
margra annarra útlendinga.
V G.
PÉTUR GUÐMUNDSSON: ANNÁLL NÍTJÁNDU ALDAR.
III.—IV. h. Akureyri 1914—15.
Hefti þessi eru, eins og hin fyrri, 6 arkir að stærð (verð 1 kr.