Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 69
69
og myndirnar í »Den islandske Bolig i Fristatstiden« eftir sama höf-
und, eða þá að minsta kosti kaflann um húsaskipun fornmanna í
»Gullöld íslendinga«, sem bygður er á fyrnefndum ritum.
A bls. 38 segir: »Knífar og forkar voru lagðir hjá hveijum
diski.« En matforkar eða gaflar voru engir til á íslandi á 14. öld,
né yfirleitt í Evrópu. Þeir koma ekki fyr en löngu seinna til sög-
unnar og er fyrst getið við hirð Elísabetar Englandsdrotningar um
1600, en koma enn síðar til Islands.
Á bls. 49 er sagt, að borið hafi verið munngát inn á borðið,
en á bls. 70 stendur »og slokuðu ákaft bjórinn«. Virðist þessu
tvennu því blandað saman, sem þó var harla ólíkt. Bjórinn var
þýzkt öl og samsvarar hinum sterkari öltegundum vorra tíma, en
mungát var hitað eða tilbúið í heimahúsum og mjög einfalt öl, sem
samsvarar nánast hvítu öli vorra daga, en var þó enn rýrara að
gæðum, varla miklum mun betra en sýrublanda. Rangt er og að
rita »munngát«, því orðið á ekkert skylt við munn, heldur er
mungát hið rétta (af munr) og merkir hressandi drykk (sem hressir
hug og sál),
Á bls. 39 og 109 er talað um »guðvefjarslæðu« sem eins-
konar þunna þlæju eða »slör«. En guðvefurinn var skarlatslitur rós-
ofinn og gullskotinn ullardúkur, líklega allþykkur og nánast svipaður
því, sem nú er kallað »brokade« á útlendum málum.
Á bls. 39 er talað um »skikkju, lagða hvítum marðarskinnum
um kraga og barma«. En oss er ekki kunnugt um, að til séu
hvítir merðir. Þeir munu allajafna vera brúnir eða brúnleitir.
Málið á bókinni er yfirleitt allgott og lítið um málvillur. Þó er
»að gera sínar sakir vel« (86) og »rasaði« (73) ekki góð íslenzka.
Og í setningunum (56): »Fjallahyrnurnar báru dimmbláar í slíkan
meginloga« og »fjöllin og heiðarnar stóðu í þýðum húmkuflum og
báru við kvöldbjartan himininn« er báru rangt. í’ar á að standa
bar; því sögnin er ópersónuleg (e-ð ber í eða við).
Augsýnilegar prentvillur hirðum vér ekki að telja, þó þær séu
eigi allfáar; en þessar stafsetningarvillur eru villandi og meiða augað:
»babtista« f. baptista (13), »eiruggunum« f. eyruggunum (37), »listar-
laus« f. lystarlaus (112), »lýst« f. lízt eða lítst (178), »sínu« (glaðari)
f. sýnu (180), »girtur« (belti) f. gyrtur (193) og »örbyrgð« f. örbirgð
(222, 239).
Petta tekið fram fyrir komandi sögur, sem vér vonum að verði
margar og hlökkum til að sjá.
V. G.
HULDA: ÆSKUASTIR. Smásögur. Rvík 1915 (Sig. Kr.).
Skáldkonan Hulda ér þjóðkunn orðin fyrir kvæði sín; en
hér birtist hún fyrst sem sagnaskáld og leggur 5 smásögur á
lesborðið.
Heitir hin fyrsta »Brúðkvöld« og lýsir hugsunum og sálar-
ástandi ungs manns, sem situr við hálfgróið leiði og horfir á brúð-
fylgd. »Hann hafði átt einn trúnaðarvin, og hann bjó þarna undir