Eimreiðin - 01.01.1916, Side 71
71
■svo prýðileg, að mann furðar á slíkri fullkomnun hjá byrjanda í þess-
ari skáldskapargrein. }Jar er alt svo slétt, heflað og fágað, að hvergi
sér blett né hrukku. Og lýsingarnar eru rammíslenzkar og svo yndis-
þýðar, að maður vaggar sér í nautninni við að lesa þær víða hvar.
Og málið er svo létt og lipurt, svo einfalt og tilgerðarlaust, en þó svo
hreint og fagurt, að það minnir á »Grasaferðina« hans Jónasar Hall-
grímssonar. Vér höfum tvílesið allar sögurnar og verið að skygnast
eftir einhveijum göllum; en svo illa hefir oss fiskast, að varla getur
heitið, að vér höfum orðið varir. Þó mundum vér heldur kjósa »við
og við« eða »öðruhvoru«, en hið dönskuskotna »af og tilt á bls. 11,
82 og 101. Ekki álítum vér heldur eins náttúrlegt að segja *fagur
maður« (bls. io), eins og »fríður« eða sfallegur* maður. Orðið »fag-
ur« á nú einhvernveginn betur við blessað kvennfólkið, en okkur karl-
mennina. Þá finst oss og »nú er liðið á aftaninn« (bls. 11) ekki
eins náttúrlegt, eins og »nú er liðið á kvöldið«. Orðið »aftann« á í
nútíðarmáli varla heima nema í ljóðum; í óbundnu máli vart nema í
nokkrum samsettum orðum.
»Já, smátt er nú til tínt,« muntu segja, lesandi góður, »og ekki
er nú margt að, ef þetta eru helztu gallarnir á málinu.« Satt segir
þú það; en vér höfum nú ekki fundið neitt annað, og þó leitað all-
vandlega. Og eins er prófarkalesturinn óvanalega fullkominn. Af
stafsetningar- eða prentvillum höfum vér ekki fundið nema þijár:
»laufskykkja« (bls. 44), »findi« (98) og »hafi« (101) f. »laufskikkja«,
»fyndi« og »hafði«.
Bezt þykir oss síðasta sagan, »Tveir heimar«. Hún er reglulegur
gimsteinn og með beztu smásögum, sem skrifaðar hafa verið á ís-
lenzku. Vér tökum upp lítið sýnishorn úr þeim kaflanum, þar sem
verið er að lýsa áhrifunum af hljómleik frú Alfheiðar kaupmanns-
konu:
»Frú Álfheiður vissi lítið um alla þá tilheyrendur, sem hún hafði.
Hún lék af löngun og þörf. Ekki var hugur hennar ávalt staddur á
Eyrinni þær stundir. Þó átti hún þar mikla fegurð. Ungar minn-
ingar brugðu yfir sig svanaham tfmanna og báru hana á mjallhreinu
baki fram og aftur yfir og um nýja bústaðinn hennar. En hún gætti
þess aldrei, hve margir staðnæmdust og hlustuðu úti fyrir glugganum.
Þegar hún mætti fiskikerlingu, sem brosti til hennar, vissi hún
ekki, að brosið var þökk fyrir söng og leik; en hún brosti aftur til
þeirra, þvf hún var ung og blíðlynd og hafði ekki reynt hræsni eða
ilt umtal. Hún tók heldur ekkert eftir því, hve langt telpur bæjarins
gengu úr vegi fyrir henni, eða hve aðdáunin var mikil í augum þeirra.
Hið eina, sem frú Álfheiður vissi um áhrif listar sinnar, var það, að
litli drengarinn hans Þórðar trésmiðs hafði farið að gráta, þegar systir
hans kom að sækja hann út að húsinu þeirra Sveins. Hann hafði
staðið þar lengi, eins og bundinn við grindurnar framan við húsið.
Frúin leit út um gluggann: »Hvers vegna grætur drengurinn svona
sárt?«
Systir hans leit upp hálf-ráðalaus: »Hann vill ekki koma heim,
•af því honum þykir svo gaman að heyra yður spila.«
Frú Alfheiður stóð hjá litlu systkinunum. Hún brosti og strauk