Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 23

Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 23
eimiíeiðin] KÖTLUGOSIÐ 1918 215 Það, sem eg legg til grundvallar fyrir þessum útreikn- ingum, er í sem fæstum orðum allar þær prentaðar og munnlegar upplýsingar, sem eg hefi fengið um öskufall hvaðanæfa af landinu og sá skilningur, sem mér hefir fundist best viðeigandi á hverjum stað til samanburðar heildinni. Hin helstu pláss, sem eg hefi fengið meiri eða minni uppljrsingar frá viðvíkjandi öskunni, eru eftirfylgj- andi staðir: Vík í Mýrdal 20 km. frá Kötlu, Skaftártunga 251), Þykkvabæjarklaustur 35, Eyjafjöll 38, Rangárvellir 75, Fellsmúli 70, Vestmannaeyjar 70, Ölfusárbrú 112, Reykjavík 165, Mýrasýsla 195, Breiðifjörður 280, Rauði- sandur 315, ísafjörður 345, Langadalsströnd 315, Skaga- fjörður 240, Akureyri 235, viða úr Þingeyjarsýslu 230— 345, Héraði 300, Seyðisfirði 310, Hornafirði 200 og Ör- æfum 115 km. o. fl. Fiá sumum þessum stöðum má fá allljósa hugmynd um öskumagnið og með varlegum sam- anburði má svo fá nokkurnveginn samræmi í heildina. í sambandi við þessar upplýsingar, sem eg hefi fengið úr ýmsum áttum, leyfi eg mér að geta nokkurra athug- ana, sem gerðar voru hér í Reykjavík viðvíkjandi ösku- fallinu. Hinn 13. og 14. okt. voru gerðar 3 tilraunir til að mæla öskumagnið. Gísli Guðmundsson gerlafræðingur gerði eina suður á Melum, lét öskuna, sem féll á sunnu- daginn og mánudagsnóttina, falla á sléttan flöt. Útkoman reyndist 44 grömm á 1 ferm. eða 44 tonn á 1 ferkm. Aðra tilraunina gerði Bjarni Sæmundsson skólakennari heima við hús sitt; mældist honum askan 35 gr. á 1 ferm. eða 35 tonn á 1 ferkm. Sá er þetta ritar gerði hina þriðju á sama tíma, einnig heima hjá sér. Hans athugun gaf 38 gr. á ferm. eða 38 tonn á 1 ferkm. Eg geri ráð fyrir að Gísla athugun hafi verið áreiðanlegust, þar sem hann var fjarlægur öllum húsum. Öskufallið hefir þá í það sinn að minsta kosti orðið 40 tonn að meðaltali yfir þessu héraði á hvern ferkm. Yfir Reykjavíkurbæ, sem telst um 1.5 km.2 að flatarmáli, svarar það til 60 tonna. 1; Tölurnar eru kilómetrar lrá Kötlu.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.