Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 23
eimiíeiðin] KÖTLUGOSIÐ 1918 215 Það, sem eg legg til grundvallar fyrir þessum útreikn- ingum, er í sem fæstum orðum allar þær prentaðar og munnlegar upplýsingar, sem eg hefi fengið um öskufall hvaðanæfa af landinu og sá skilningur, sem mér hefir fundist best viðeigandi á hverjum stað til samanburðar heildinni. Hin helstu pláss, sem eg hefi fengið meiri eða minni uppljrsingar frá viðvíkjandi öskunni, eru eftirfylgj- andi staðir: Vík í Mýrdal 20 km. frá Kötlu, Skaftártunga 251), Þykkvabæjarklaustur 35, Eyjafjöll 38, Rangárvellir 75, Fellsmúli 70, Vestmannaeyjar 70, Ölfusárbrú 112, Reykjavík 165, Mýrasýsla 195, Breiðifjörður 280, Rauði- sandur 315, ísafjörður 345, Langadalsströnd 315, Skaga- fjörður 240, Akureyri 235, viða úr Þingeyjarsýslu 230— 345, Héraði 300, Seyðisfirði 310, Hornafirði 200 og Ör- æfum 115 km. o. fl. Fiá sumum þessum stöðum má fá allljósa hugmynd um öskumagnið og með varlegum sam- anburði má svo fá nokkurnveginn samræmi í heildina. í sambandi við þessar upplýsingar, sem eg hefi fengið úr ýmsum áttum, leyfi eg mér að geta nokkurra athug- ana, sem gerðar voru hér í Reykjavík viðvíkjandi ösku- fallinu. Hinn 13. og 14. okt. voru gerðar 3 tilraunir til að mæla öskumagnið. Gísli Guðmundsson gerlafræðingur gerði eina suður á Melum, lét öskuna, sem féll á sunnu- daginn og mánudagsnóttina, falla á sléttan flöt. Útkoman reyndist 44 grömm á 1 ferm. eða 44 tonn á 1 ferkm. Aðra tilraunina gerði Bjarni Sæmundsson skólakennari heima við hús sitt; mældist honum askan 35 gr. á 1 ferm. eða 35 tonn á 1 ferkm. Sá er þetta ritar gerði hina þriðju á sama tíma, einnig heima hjá sér. Hans athugun gaf 38 gr. á ferm. eða 38 tonn á 1 ferkm. Eg geri ráð fyrir að Gísla athugun hafi verið áreiðanlegust, þar sem hann var fjarlægur öllum húsum. Öskufallið hefir þá í það sinn að minsta kosti orðið 40 tonn að meðaltali yfir þessu héraði á hvern ferkm. Yfir Reykjavíkurbæ, sem telst um 1.5 km.2 að flatarmáli, svarar það til 60 tonna. 1; Tölurnar eru kilómetrar lrá Kötlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.