Vísir - 08.12.1959, Page 6

Vísir - 08.12.1959, Page 6
6 JÓLABLAÐ VÍSIS með þessu lagi og tóku svo fleii'i til við þæi’ smíðai- á eftir þeim, og voru fiestir þeirra fyrir einn hest. Þessir sleðar voru marg- falt betri en þeirgömlu.Fyrstog fremst mátti hafa hálfu þyngra hlass á þeim en hinum, án þess að neitt yrði þyngra fyrir hest- inn, og svo bar pallinn stórum hærra ^yfir ísinn en á gömlu sleðunum, svo nálega aldrei skemmdist varningurinn af vatni, sem alltítt var á hinum. Góöur sleði Jónasar læknis. Að lokum vil ég minnast enn á einn sleða, sem inn var flutt- ui' hingað. Með hann kom mæt- ismaðurinn, Jónas læknir Krist- jánsson, er hann kom úr einni Ameríkuför sinni. Sá sleði hafði aðeins tvö sæti, fyrir þann, sem keyi’ði, og einn fai’þega. Jónas keyrði oftast sjálfur og sat þá fylgdarmaðurinn í hinu sætinu. Sleði þessi var laufléttur og hestinum betra að draga tvo menn en bera einn, og þó var sá kostur beztur, að alveg var sama þó hesturinn væri svo hárðgengur að honum væri ná- lega óreitt; var hann jafngóður fyrir sleðann sem vekringur- inn. Aktygi fylgdu sleðanum, og voru þau frábrugðin þeim héi’- lendu að því leyti, að bógtrén náðu hátt yfir makkann og á milli þeirra efst var fest bjalla, sem hringdi hátt og snjallt við hverja hræringu hestsins. Voru klárarnir óvanir þvílíkri hljómlist og brugðust margir illa við og rammfældust, en Jónas var ófáanlegur að bi’eyta nokkuð þessum útbúnaði; hélt, að ekki veitti af að ýta við þeirn vel flestum. Einu sinni kom bóndi framan úr héraði til að sækja lækninn. Hann var með emn hest, viljagóðan, en ekki lausan við fælni, og skýrði hann Jónasi frá því, og bað hann að taka bjölluna úr aktygjunum og mundi þá við engu hætt. Því þverneitaði Jónas, taldi, að ekki mundi veita af að hvetja hann, enda mundi hann ekki sprikla lengi, þó hann þusaði eitthvað íyrst. Gott, að hann sneri í suður! Spegilglæra var þá frá kaupstaðnum og fram allt hér- að, og veður ágætt er þeir lögðu af stað. Leggja þeir á klárinn við sýsluhesthúsið, sem þá var syðsta húsið í bænum, og var svell heim að dyrum. Jónas sezt svo á sleðann ásamt bónda og um ieið og hesturinn kennir klukknahljómsins rammfælist hann fram allar „flæðar“, og er sama rokan alla leið inn á Ás- hildai’iioltsvatn. Ekki varð hest- urinn þar stöðvaður og æðir hann nú á flengsprett inn allt vatnið. Dálítið haft er á milli vatnanna unz Miklavatn tekur við. Var það nú autt og íslaust og þar getur Jónas loks stöðv- að hestinn. Er þeir hafa kastað mæðinni, segir læknir: „Þetta var fjandans mikil roka. En heppnir vorum við, að hann skyldi snúa í suður, þegar hann fór af stað.“ Mér eru enn í minni marg- ir fallegir dráttarhestar úr Blönduhlíðinni, sem maður sá í sleðaferðum vetur eftir vetur. Þeir fóru margar ferðir vetur hvern, ýmist í góðu eða slæmu. færi, og rnætti um suma segja, að þeir væru orðnir svo kunnir leiðinni, að þeir rötuðu sízt verr en eigendur þeirra, ef í harðbakka sló; enda þá oft látn- ir ráða og skeikaði hvergi. Væri það þess vert að minnast sumra þeirra, þó ég rúmsins vegna verði að láta það ógert að mestu. Skjóni á Bjarnastöðum. Þegar ég býi’jaði búskap á Hjaltastöðum, bjó á næsta bæ við mig, á Bjarnastöðum, bóndi, er Sigurður hét Þorsteinsson. Var hann föðurbróður frú Elin- borgar Lárusdóttur skáldkonu. Ekki var hægt að hugsa sér betri granna fyrir frumbýling, því hann var boðinn og búinn að greiða úr hvei’jum vanda fyrir mig. Sigurður átti skjótt- an hest, hinn mesta stólpagrip, sem hann notaði jafnt til reiðar, aksturs og áburðar. Hann var með stærstu hesturn, bi’jósta- mikill og vöðvagróinn. Svo var hann ^’ammelfdur, að aldrei sá ég hann fara í strand með sleð- ann, hvorki á sandi né í sköfl- um. Var þá sem þessi mikla skepna fæi'ðist öll í aukana og neytti heljaraflsins, unz sleðinn var laus. Hann var mjög varúð- arfullur, ef ís var veikur, enda fór hann aldrei niður um ís, og var sem hann létti sér á, ef hann var ótraustur. — Aldrei brást hann með að rata, og var þó stundum illt að halda stefn- unni um eylendið, í myi’kri og logndrífu. Fyrstu árin, sem ég bjó, ók Sigurður öllu fyrir mig úr kaup- stað, og var þá jafnan með Skjóna í þeim ferðum; fórum við oftast allar kaupstaðarferð- ir, unz þessi vinur minn dó, 8. marz 1928, Hann kom t'il að fá sér tuggu. Lítið er gott hrossahey á Bjarnastöðum, en aftur á móti eru Hjaltastaðir orðlögð engja- jörð, og heygæði þar mikil. Æf- inlega lagði ég til nesti Skjóna í þessar ferðir og svo gisti hann alltaf hjá mér gestanæturnar þi’jár, eftir hvei’ja ferð. Ég hafði hann alltaf á sama stað í litlu hesthúsi fyrir framan nokkur folöld. Eitt sinn var það seinnipart vetrar, er öllum akstri var lok- ið, að ég sé, að Skjóni kemur í hægðum sínum sunnan tún og labbar upp að hesthúsinu og stanzar við dyrnar. Ég fór upp- eftir og hleypti honum inn og gaf honum á stallinn. Þegar ég hélt hann hefði lokið tuggunni, fór ég upp eftir og hleypti hon- um út og labbaði hann þá ró- lega heim til sín. Þetta gerði- hann oft eftir þetta, og hafði Sigurður gaman af, sagði hann vera að bæta sér í munni, með því að heimsækja mig. IiáÖar leiðir í niðaniyrkri. Um vitsmuni Skjóna er þessi. saga: Eitt sinn, skönnnu eftir ný- ár, fórum við Sigui’ður í kaup- staðarferð, og hafði hann Skjóna fyrir sleðanum, sem venja var. Neðar á Vatnabökk- unum átti ég hey, er ég setti þar saman að vetrinum, og stönzuðum við þar. Tók ég í poka handa Skjóna í nestið, og fékk hann góða tuggu á meðan við vorum að láta í pokann og koma honum fyrir á sleðanum. Ekki var færið vel gott, en þó mátti hafa þéttingshlass á. — Venja var það hjá bændum í Út-Blönduhlíðinni að fara til og frá á dag í slíkum sleðaferðum. Var þá farið af stað í kola- myrkri, og ef vel gekk var kom- ið á Krókinn um það leyti er búðir voru opnaðar. Oft varð mönnum tafsamt og vanalega varð ekki komizt á stað heim- leiðis fyrr en undir rökkrið í skammdeginu. Maður var því á fei’ðinni í brúnamyrkri báðar leiðir. Var því oft illt að halda slóðum á eylendinu, því fátt ei" þar, sem hægt er að átta sig á,. er öll jörð er undir ís. Skjóni mundi rata heim. Er við héldum af stað, slóg- ust þrír sleðamenn í samfylgci með okkur, og var þá byrjað að fjúka, en veður þó hægt. Er við komum inn á Miklavatn,. var komin þéttings logndrífa, en þó héldum við stefnunni. Ei* við komum fram að Húsabakka, létu sumir það til sín heyra, að hyggilegast væri að beiðast gist ingar, en tefla ekki í neina tví- sýnu, því ef hann hvessti væri um leið komin iðulaus stór- hríð. Víst var þetta viturlegt ráð, en þá var nú farið að stytt- ast fyrir okkur Sigurði, enda var hann ófáanlegur til annars en halda áfram. Verður það svo úr. Enn óx logndrifan, og myi’krið að sama skapi og eftir nokkra stund mun enginn okkar hafa haft réttar áttir. Tóku þeir nú heldur að ámæla Sigui’ði fyrir Framh. á bls; 33 9< Iðnaðarbanki Islands Lækjargötu 2, Reykjavík. — Sími 19670. 9< Bankinn annast Kvers konar bankastarfsemi innan lands. 9< ÍÐNAÐARMENN beiniÖ viÖskiptum ykkar til bankans og stuöliö meÖ því aö auknum framföruir! og öryggi í starfi ykkar. t; 9< ií

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.