Vísir - 08.12.1959, Page 13
JÓLABLAÐ VÍSIS
13
Einhvern veginn lagðist þjið
í fóstra minn, að fiskur mundi
ganga snemma þetta vor. Hann
fór því árla vorsins að hugsa
til róðra. Ég var naumast laus
úr barnaskólanum um vorið,
er hann lét mig dunda við það
í sólskininu og veðurblíðunni
að skafa bátinn sinn, „Síldina",
þar sem hann hvolfdi á tveim
gildum rekatrjám milli beitu-
skúranna ofan við Strandveg-
inn.
„Síldin“ var þriggja manna
far, fallegur „Færeyingur", sem
fóstri minn hafði keypt af Fær-
eyingunum haustið áður, þegar
þeir héldu heim frá sumardvöl
sinni í kauptúninu. Þar lágu
margir þeirra við og höfðu út-
ræði blíðustu sumarmánuðina.
Ég skóf eftir getu gömlu tjör-
una af bátnum með þrihyrndu
bátasköfunni, svo að svitinn
rann í sólarhitanum og logn-
mollunni. Tilhlökkunin glæddi
vinnuviljann og athafnagleðina
eftir langan vetur, byljóttan og
snjóþungan. Ég hafði lengi
hlakkað til þess, þegar á vorið
leið og ég fór að þreytast við
stagl og nám, að mega taka
til við sumarverkin og fram-
íeiðslustörfin. Þegar farið var
áð róa á vorin, breyttist öll
tilvera okkar strákanna. Starf
hvern dag með tilbrigðum og
tilbreytingu. Nýtt líf færðist
í kauptúnið, ef eitthvað aflaðist.
Ég hygg líka, að löngunin í
nýjan fisk og lifur eftir tros-
og bútungsátið allan veturinn,
hafi átt sinn þátt í að glæða
vinnuviljann og athafnaþrána.
Þegar ég hafði skafið „Síld-
ina“ utan stafna á milli, tjarg-
aði fóstri minn hana úr hrá-
tjöru, nema efsta borðið og há-
stokkinn, sem var málað. Næsta
dag var svo bátnum hvolft upp,
svo að ég gæti skafið hann
innan og hreinsað.
Fóstri minn hafði ráðið tvo
nágranna sína til að róa með
sér um vorið, þar til Vestmanna-
eyingarnir kæmu austur, en
hann hafði ráðið tvo kunna
borgara í Eyjum til þess að róa
á „Síldinni“ um sumarið. Annar
þeirra var bróðir fóstra míns,
Sigurður í Frydendal, og hinn
Einar Jónsson frá Garðhúsum,
bróðir Ólafs Jónssonar, sem enn
er í Eyjum hjá okkur. Sigurður
skyldi verða formaðurinn.
Þriðja bátsverjanum hefi ég
gleymt. Það er bezt að skjóta
því hér inn, ef lesandi minn
veit það ekki, að Sigurður í
Frydendal og Einar frá Garð-
húsum reru hér saman á v/b
íslandinu og drukknuðu af
skjöktbát sínum í Læknum 10.
jan. 1912 í afspyrnu austanroki.
Einnig minnist ég þeirra stunda
á æskuheimili mínu, þegar sú
sorgarfregn barst austur.
Vel aflaðist á „Síldina“ þetta
vor, áður en Vestmannaeying
arnir komu austur, og fékk
fóstri minn oft hálffermi og
stundum meira í bátinn. Þegar
hann kom að, hafði ég gaman
af því að kasta upp úr bátnum
kóðunum og stútungunum. Hin-
ir stærri drættir voru mér ofur-
efli á þessu aldursskeiði, sem
ég var þá á.
Er sjómennimir höfðu mat-
aszt, tóku þeir að gera að afl-
anum. Annar hásetinn hausaði
fiskinn. Hinn risti á kviðinn og
sleit innyflin út úr honum.
Fóstri minn flatti. Oftast hjálp-
aði fóstra mín til-við aðgerðina.
ÞDRSTEINN Þ. VIGLUNDSSDN:
Á
☆
NORDFIRD
Kt*t'n sh u m in n in ffat' að anstan
Flatti hún þá fyrst í stað með
fóstra mínum, þar til hann tók
til að salta fiskinn. Eftir það
flatti hún ein. Allur stútungur
eða undirmálsfiskur — styttri
en 18 þumlungar eða um 45 cm
— var flattur „í Vorð“. Það
var þannig gert, að rist var til
hliðar út úr miðri stirtlu, þeg-
ar flatt var. Sá fiskur var lítið
þurrkaður og aldrei himnudreg-
inn. Þessi Vorð eða Vord var
erlendur fiskkaupmaður, sem
réði þessari flatningu og verk-
un á fiskinum.
Allur fiskur var pækilsaltað-
ur. Algengustu ilátin til að
pækilsalta í voru stórar eikar-
tunnur, sem steinolía hafði
flutzt á til landsins. Sumir áttu
trékör ferhyrnd úr plægðum
gólfborðum.
Ég var látinn slíta lifrina frá
ur. Einnig var stundum tekið
fram, þegar rætt var um afla,
hvað formaður árabátsins, en
árabátur var næstum alltaf við
hann kenndur, hefði fengið
mörg rúm af fiski. í venjulegu
þriggja manna-fari — þrjár ár-
ar á borði — voru þessi rúm:
Skutur, austurrúm (þar réri
formaðurinn), miðrúm, fram-
rúm (andófsrúm), kompa og
barki eða stafn. Venjulega var
fiskurinn fyrst látinn í miðrúm-
ið. Með bjóðm í skut lá bátur-
inn þá vel, þ. e. bátnum hallaði
þá hæfilega aftur, svo að aust-
ur rann til austurrúms, en þar
var báturinn ausinn með svo
kölluðu trogi, sem tók vel nið-
ur í kjölsogið.
Gæfist meiri fiskur en eitt
rúm, var hann látinn í skutinn
og svo kompu, þannig að bátur-
ír»« InofTÍ t VíoIIoÍCÍ Irmívlorto
höfðu snúizt um hann, og taka
afbeituna af önglinum. Ekki var
mér í fyrstu trúað fyrir því að
skera slitna öngultauma af línu-
ásnum af ótta við, að ég kynni
í bernsku minni að særa ásinn
sjálfan og skemma þannig lín-
una, veikja hana. Það gat leitt
til þess, að hún slitnaði frem-
ur í stormi og straumi og tapað-
ist gjörsamlega.
Oft var langt á kvöld liðið,
þegar öllu var lokið, svo að
svefntími sjómannanna var
ekki alltaf langur, því að róið
var oftast upp úr lágnætti, þeg-
ar góðar voru gæftir. Þó var
það nokkuð háð sjávarföllum,
flóði og fjöru, þ. e. sjávar-
sti'aumum, meðan stundaður
var sjór á árabátum.
Meðan fóstri minn var ókom-
inn að á morgnana eða daginn,
var það starf mitt að fara með
lifrina úr róðrinum daginn áð-
Séð yfir Norðfjörð. Neskaupstaður fremst.
1. flokk, hversu mögur og ljót,
sem hún annars var. Öll önn-
ur lifur, svo sem ýsulifur, karfa
lifur, ufsalifur o. s. frv. var lát-
in í sérstakt ílát og fór í 2.
flokk. Þannig var lifrin flutt
flokkuð í bræðsluna og mæld í
pottum. Svo var getið um potta-
töluna úr róðri hverjum, þegar
rætt var um aflamagnið hjá
þessum og hinum bátnum eða
formanninum. Það þótti góður
róður að fá 40—50 potta af lií-
töldust tvö rúm af fiski. Það
var um það hálffermi. Þá var
kompan og andófsrúmið eftir.
í austurrúmið var auðvitað
aldrei látinn afli, því að þar
var ausið. Væri hvergi náð til
austurs í bátnum, var dauði vís.
Þegar aðgerð var lokið, hófst
beiting línunnar. Þá reyndi
fóstri minn að nota mig til þess
að flýta fyrir sér og rekja upp
hauginn, þ. e. linuásinn, vinda
öngultaumana af ásnum, ef þeir
ur. Oftast kaus ég heldur að
flytja hana inn í bræðslu á
skektunni heldur en að aka
henni eftir Strandveginum á
hjólbörum. Leiðin lá inn með
fjarðarströndinni, inn fyrir Vík,
þar sem bræðsluskúrinn stóð
með gufukatli og pottum og
risavöxnum trétrektum, að mér
fannst, sem lifrin var sett í og
brædd í með gufu. Allt fannst
mér smita í grút og brækju.
Gaman var að vera á sjón-
Höfundur þessarar greinar cr
Þorsteinn 1». Víglundsson,
skólastjóri Gagnfræðaskólans í
Vestmannacyjum. Þorsteinn
liefur oft Iátið til sín taka á
ritvellinum og varðveitt ýmsan
fróðleik frá glötun. Hér skrifar
hann m.a. inn persónur, sem
flestir íslendingar kannast við,
Odd á Skaganum, Stjána bláa
og Sæmund sífulla og útróðra
frá Austfjörðum.
um og róa í sumarblíðunni. Það
var líka ólíkt karlmannlegra
starf en hjólböruakstur, fannst
mér.
Ég og bræðslumennirnir, Lár-
us Waldorf og Jónas gamli
Matthíasson, vorum góðir kunn-
ingjar. Þeir voru báðir ná-
grannar mínir. Margan lýsissop-
ann drakk ég hjá þeim, þegar
ég íærði þeim lifrina. Um ára-
bil átti ég geymdan lijá þeim
sérstakán bolla, sem ég drakk
úr lýsið. Stundum var hann
hálfur eða vel það, stundum
var minna í honum, alveg eftir
lyst minni hvei'ju sinni.
Þetta blessað vor leið fljótt,
því að blíðskapai'veður var
hvern dag og afli nægur.
Svo leið að því, að von var
á „Botníu“ að sunnan með
sunnlenzka fólkið og þar á með-
al Vestmannaeyinganna, sem
áttu að róa á „Síldinni11.
Þetta var fagur sunudagur.
Fi’étzt hafði, að „Botnía“ væri
væntanleg um kvöldið.
Ég fór í kirkju með fóstra
mínum eftir hádegið, svona til
þess að sýna mig og sjá aðra
eins og gengur, — suma aðra.
Allan þorra kirkjugestanna
hafði ég engan sérstakan hug
til að sjá, þó að ég þekkti þá
alla, hvern einasta, smáa og
stóra, unga og gamla. Hver
þekkir brátt annan í fámenn-
inu.
Fóstri minn gei'ði það fyrir
mig að sitja uppi á lofti í kirkj-
unni innst við rimlana. Þar
kaus ég mér helzt sæti, því að
þaðan gat ég séð til dyranna,
séð hitt kii'kjufólkið koma inn
um dyi'nar, athugað fas þess og
för. Þaðan gat ég líka séð hana
Siggu litlu á Sæbóli, sem var
á aldur við mig. En hún kom
oft í kirkju með henni mömrnu
sinni, sem var mikil kunningja-
kona fóstru minnar, og þær
kysstust alltaf, þegar þær hitt-
ust, sem stundum var á hvei'j-
um degi.
Ekki vissi ég eiginlega, hvern-
ig á því stóð, að ég hafði rnesta
ánægju af að sjá hana Siggu af
öllum telpunum í kauptúninu.
Gat það verið, að ég væri ást-