Vísir - 08.12.1959, Page 23
JÓLÁBLAÍ) VÍSIS
hremmum eina þeirra. Svo
kem ég henni einhvern veginn
yfir ána og skil hana eftir. Þú
verður á méðan að ná í eitthvað
af hrossunum þarna. Hérna er
snæri til að hnýta upp í klár-
inn.
Og Nonni var þotinn af stað
eftir rollúnum, því nú var ekk-
ert hangs á hlutunum. Eg hljóp
þegar í áttina til hestanna, sem
voru að kroppa þarna skammt
frá. Eg tók Blesa af gömlum
vana, því hann var þægastur.
Þegar Nonni kom með ærnar,
•og rak þær inn í tóttina, varð
ég að stilla mér upp andspæn-
is dyrunum, því þar var skarð í
veggnum. Og á mig ruddist all-
ur rollufansinn, til að leita sér
útgöngu. Eg greip í ullina á
sinni, saup hveljur, því að ein
þeirra rak klaufirnar ónotalega
framan í mig er hún hljóp of-
an af veggnum. Eg kútveltist
með rolluna í fanginu, en ég
sleppti ekki takinu, hékk ein-
hvern veginn í henni. Svo kom
Nonni mér til Hjálpar, náði í
hornin á henni og settist á
hana klofvega og hélt henni.
Þetta var gömul, mórauð ær,
sem kölluð var Móhyrna.
Við drógum Myhyrnu gömlu
að Blesa. Nonni fór á bak Blesa,
seildist í annað hornið á Mó-
hyrnu, en ég reyndi að ýta und-
ir afturendann og þannig tos-
uðum við henni með miklu erf-
iði upp á herðakambinn á
Blesa. Móhyrna jarmaði, ropaði
og notaði hinn endann einnig
að vild til að gefa frá sér hljóð,
kvarta undan meðferðinni á
sér. Að lokum hafðist þetta, en
Móhyrna ætlaði alveg að verða
vitlaus í faðmlögunum við
Nonna, en ég reyndi eftir beztu
getu að hjálpa honum að halda
henni.
Nonni hottaði á Blesa, ákveð-
inn og hvergi hræddur, og svo
gösluðum við allir út í ána,
á hverju sem tautaði. Eg öslaði
aftur til sama lands, þegar ég
var orðinn blautur upp í klof;
henti mér á meltuna á árbakk-
ann og kastaði mæðinni. Nonni
slampaðist yfir ána með Mó-
hyrnu í fanginu, sleppti henni
þegar yfir kom, og sneri þegar
til baka.
En Móhyrna rásaði fram og
aftur á hinum árbakkanum
með sáru jarmi.
— Bara að hún setji sig nú
ekki í ána, rollufjandinn, sagði
Nonni.
Svo slepptum við Blesa. Það
var ekki sjón að sjá okkur eft-
ir þetta ævintýri; hundblauta
og skítuga.
Þegar við komum heim, feng-
um við líka að heyra það hjá
Ásu gömlu, þjónustunni okk-
ar, hvílíkir endemis, djöfulsins
sóðar við værum. Það var svo
sem auðséð, að við værum af
karlkyninu.
En þegar Nonni sagði, mjög
alvarlegur í bragði, að ég hefði
dottið í ána og það hefði sann-
arlega ekki litið efnilega út um
tíma, þá hætti Ása gamla' að
þusa, en bað í þess stað góðan
Jesú að hjálpa sér. Það höfðu
svo sem drukknað menn í henni
Dalsá, engu síður en öðrum
vatnsföllum á íslandi.
Svo vantaði Móhyrnu í kvi-
arnar næsta dag. Mér var skip-
að að svipast betur eftir henni.
— Hún hefur sett sig yfir
ána, sagði Nonni, við kvöld-
matarborðið, þegar Móhyrna
fannst ekki að heldur.
— Hvaða bölvaður þvætting-
ur er þetta, strákur, sagði Jó-
hann höstugur. — Gömul, hag-
vön ær, sem aldrei hefur hreyft
sig frá bænum. Þetta er vit eða
hitt þó helduf. Reynið að
gleypa í ykkur matinn og leitið
svo að henni Móhyrnu. Og ver-
ið nú ekki með neinn slóða hátt
eða óþarfa droll.
Eftir matinn röltum við
Nonni silalega af stað og eins
luntalegir á svip og okkur var
framast unnt.
— Þarna brást okkur boga-
listin, að lenda á gamalli rollu,
sagði ég við Nonna, þegar við
vorum komnir út fyrir tún.
Það var auðvitað bölvaður
klaufaskapur og fyrirhyggju-
leysi að athuga þetta ekki fyr-
ir. En það verður að vera sem
komið er, svaraði Nonni.
Svo töluðum við ekki meira
um það.
Þegar við vorum komnir
hæfilega langt frá bænum og í
hvarf við hann, hentum við
okkur niður í grænan hvamm.
Það var ekki amalegt að liggja
þarna í kvöldskininu.
Sólin var farin að roða fjöll-
in og í andvara kvöldsins
heyrðist aðeins í einstaka fugli
og hægur niður Dalsár.
Nonni tók upp munnhörpuna
sína og spilaði á hana fjörug
lög. Síðan var tekið til að tusk-
ast á til að stytta sér tímann.
Við vissum ekkert hvað tíman-
um leið, því hvorugur okkar
hafði úr. Þegar okkur fannst
hæfilegur tími liðinn héldum
við heim.
Og ekki fannst Móhyrna. —
Svo var beðið í ofvæni og
spenningi hvað næst mundi
gerast, —
Og næstu dagar ætluðu aldrei
að líða.
0—0
Það bar til tíðinda fjórum
dögum síðar, að maður kom
ríðandi troðningana frá Dalsá.
Það var ókunnur maður, sem
auðsjáanlega hafði komið vest-
ur yfir ána.
Þetta var sunnudagseftirmið-
dagur. Nonni og ég vorum uppi
í kirkjugarði i eltingaleik, þó
við værum í beztu fötunum
okkar. Við hentumst leiði af
leiði og gripum í krossmörkin
og legsteinana, og sviptum
þeim næstum a f leiðunum í
hamaganginum. Við máttum
þakka hamingjunni fyrir að
enginn heimamanna varð okk-
ar var — þó sérstaklega Jó-
hann. Þá hefðum við fengið
orð í eyra og gott ef við hefð-
um sloppið við refsingu.
Fáir voru þeir staðir, fyrir
utan kirkjuna náttúrlega, sem
búið val- að áminna okkur um
að vera ekki með nein ærsli, —
minnugir þess, að þetta væru
helgir staðir. En ekkert var
okkur fjær á þessari frjálsu
sólskinsstund sumarsins í glöð-
um leik æskunnar en hugsunin
um dauðann og þann helga rétt
þeirra er þarna hvíldu, til að
njóta kyrrðar og friðar. Slíkt
hafði raunar hent okkur fyrr
og samvizkan ekki íþyngt okk-
ur svo mjög. En komið gat það"
þó fyrir um það leyti, sem
svefninn var að loka brár okk-
ar kveldi, að hjartað sló ofur-
litlu örara og að okkur hvarfl-
aði grunur um, að ef til vill
ætti einhver grafarbúinn við
okkur erindi. Að morgni var
allur beygur úr brjósti og eng-
23
inn staður jafn ákjósanlegur og
kirkjugarðurinn, er stund gafst
til leika.
Nú var Nonna litið í áttina
til Dalsár og sá hinn ókunna
ferðalang er óðum nálgaðist
bæinn. Hann snarstanzaði á
hlaupunum og allur leikur var
á samri stundu gleymdur. Hann
glennti upp augun og varð all-
ur að spurn í andlitinu.
Nonni benti mér í áttina að
Dalsá. Eg sá manninn sem nálg-
aðist ríðandi á skjóttum. Það
var ekki messudagur á staðn-
um þenna dag, enda orðið það
framorðið. Svo ekki gat þetta
verið kirkjugestur. En hver var
maðurinn? Hvaðan kom hann?
Átti hann erindi hingað eða
ætlaði hann lengra fram í dal?
Eg leit á Nonna í spurn. Gat
það verið, að þessi maður væri
frá Árbakka? Á andliti Nonna
mátti lesa sem á opna bók, að
innra með honum hefði tendr-
ast vonarljós um, að ráðabrugg
hans ætlaði að ganga sam-
kvæmt áætlun.
Nonni var orðinn mjög al-
varlegur í andlitinu, og ekkert
minnti lengur á ærslafullan
gleðigosa, sem réð sér ekki fyr-
ir fjöri er vel lá á honum. Við
gengum andagtugir út úr
kirkjugarðinum og lokuðum
sáluhliðinu vandlega á eftir
okkur af mikilli kurteisi við þá
sem bjuggu innan garðs.
Þegar við vorum, komnir
fram á bæjarhellurnar var gest-
urinn að ríða í hlaðið. Þetta var
Gísli bóndi á Áx-bakka. Hann
sté af hestinum og heilsaði Jó-
hanni með handabandi, sem
kominn var út á hlað á skýrt-
unni og strauk hökutoppinn
BÚNAÐARBANKI ISLANDB
ú
N
A
Ð
A
R
B
A
N
K
\
*
I
S
L
A
N
D
S
Austurstræti 5, Reykjavík. Sími 18200.
Austurbæjarútibú, Laugavegi 114. Sími 14812,
Miðbæjarútibú, Laugavegi 3. Sími 14810.
ÚTIBÚ Á AKUREYM
hK
Bankinn er sjálfstœð stofnun, undir sérstakri stjóm,
og er eign ríkisins. í aðalbankanum eru geymslu-
hólf til leigu. — Trygging fyrir innstœðu er
ábyrgð ríkisins, auk eigna bankans sjálfs.
HK
Slankiiin amtast öll innlend banka<
viðskipii — tekur á móti té i spari*
sjóð og Iilanpareikning.
mer.
SJÖKLÆÐAGERÐ ÍSLANDS hefur á boðstólum sjóklæði
úr Galonefnum, síSstakka sjómanna og hálfsíðar
kápur með hettu, sem hvorttveggja er rafsooið á
saumum.
★
★
Einnig gúmmístakka og margskonar önnur sjóklæði og
regnfatnað úr gúmmí og plastefnum.
★
★
Galonefnin eru froststyrkt. Haldast mjúk í allt að 40°
frosti og stakkámir evu með sjálflýsandi efni á háls-
máli.
★
★
SjóklæSin úr sænsku galonefnunum era aSeins framleidd
hjá okkur og hafa yfirleitt reynzt mjög vel.
Li
ólandá
'iítÍ!