Vísir - 08.12.1959, Page 25
JÖLÁBLAÐ VfsiS
A. JVorðfirði —
★ BERNSKUMINNINGAR AÐ AUSTAN ★
-i—
25
Á myndinni sézt nökkur hluti Kelaskúranna gömlu.
Frh. af bls. 14.
Þegar við komum út að skip-
inu, var þar kominn fjöldi ára-
báta að skipshliðinni, þar sem
stiginn. hékk. Við bundum
skektuna okkar við aðra skektu
og urðum svo að ganga yfir 2—3
báta til þess að ná í skipsstig-
ann. Svo mikil var mergðin af
bátunum.
Á þilfari skipsins voru þegar
margir sveitungar okkar að
Þorkell Færeyingur.
ráða til sín sjómenn og land-
fólk. Sumt fólkið var ráðið,
áður en það lagði af stað að
heiman. Aðrir réðust á skips-
fjöl, þegar austur kom.
Sumir Sunnlendingarnir
gerðu sjálfir út. Þeir töldu sér
það arðvænlegra. Ég minnist
einnar bátshafnar, sem leigði
verbúð í Kelaskúrunum. Það
voru engir sunnlenzkir aukvis-
ar. Mér varð starsýnt á þá karla
á þilfari skipsins. Augafullir
voru þeir og þó að mestu sjálf-
bjarga. Formaður þessarar
skipshafnar var Stjáni blái, sá
hinn sami, sem Örn Arnarson
skáld kveður um hið fræga
kvæði. Stjáni hafði dvalizt í
kauptúninu fyrr við sjósókn, og
var kunnur að dugnaði og sjó-
mennsku. Einnig var hann
kunnur að drykkjuskap og „láta
hnefa semja sátt“, eins og segir
í kvæði skáldsins, þegar hann
var ölvaður.
Hásetar Stjána bláa voru líka
nafnkunnir menn. Annar var
Sæmundur sífulli. Nafnið þótti,
hann bera með rentu. Hinn há-
setinn var Oddur sterki af Skag-
anum. Einnig hann kafnaði ekki
undir nafni. Hann þekkti ég per-
sónulega, því að hann.hafði ró-
ið áður með fóstra mínum eitt
vor. Bezti karl, en dyntóttur,
tortrygginn og skrítinn, enda
heyrnardaufur og heyrði því
ekki alltaf, hvað sagt var í
kringum hann. Hann átti það
til að fá æðisköst. Þá steytti
hann stundum hnefa að okkur
strákunum og froðufelldi. Þá
vorum við fljótir að „missa nið-
ur hjartáð“ og „hvérfa ofan í
skóna okkar“. Þegar Oddur var
fullur, var hann kunnur að
snikjum sínum: „Gef mér 10
aura, greyið, ég ætla að kaupa
mér brennivín fyrir þá.“
Lauga lausgirta var verbúð-
arráðskona hjá þeim þremenn-
ingunum. Ef til vill hét hún
eitthvað annað, en viðurnefnið
bar hún með sanni. Það sá ég
oft og man.
Við hittum þarna á skipsfjöl
Vestmannaeyingana Sigurð og
Einar. Allt stóð það heima. En
fóstri minn gerði út fleiri báta
en ,,Síldina“ og þurfti því að
ráða til sín fleira fólk. Hann
fór þess vegna um þilfar og
lestir skipsins til þess að hafa
tal af óráðnum sjómönnum, og
svo kvenfólki til að verka fisk-
inn. Þá var íslenzkt verkafólk
til lands og sjávar flutt í skipa-
lestum milli landsfjórðunga,
eins og skepnur. Af þeim flutn-
ingum höfðu útlendingar drjúg-
ar tekjur.
Niður í lest skipsins gengum
við lausan stiga, eins konar ut-
anhússstiga, sem var bundinn í
efri endann með kaðli í járn-
lykkju í lestarkarminum.
Þegar niður í lestina kom,
blasti við fremur ömurleg sjón.
Sængurflet voru um allt lestar-
gólfið milli súða. Koffort og
kassar eða matarskrínur stóðu
við flestar flatsængurnar. Víða
voru koffortin og kassarnir lát-
ið halda að sængurfötunum og
móta legurúmið eða skilja á
milli flatseenganna. Kvenfólk og
karlar hafðist þarna við hvað
innan um annað. Oft heyrði ég
það haft á orði, að lestarlíf þetta
einkenndist af sukki og ólifn-
aði. Drykkjuskapur karlmanna
mun oft hafa verið mikill á
ferðum þessum. Af honum staf-
aði mikið amstur, ónæði og ill-
indi á stundum, eins og fyrr og-
síðar. Um drykkjuskap kven-
fólks heyrði ég ekki getið á
ferðum þessum. Umhverfið allt
fannst mér ömurlega fátæklegt,
og blærinn yfir því bera þess
vott, hversu íslenzka þjóðin var
umkomulaus, lítils megnug og
lítils virt. Ég mun hafa skilið
þetta allt betur síðar, er ég elt-
ist og óx að skilningi og vit-
glóru.
Úti í einu lestarhorninu rorr-
aði ölvaður maður og kvað
klámvísur við raust. Hann bölv-
aði Hornafirði í sand og ösku.
Kvaðst hann hata það sveitar-
félag svo innilega, að hann færi
ekki upp úr lestinni til þess að
líta sjónum þá Satans öskutó.
Og auðheyrt var, að þetta síð*
asta orð minnti hann á Mjóa-
fjörð, því að nú kvað hann við
raust hina kunnu skammarvísu
Jónasar Þorsteinssonar um
Mjóafjörð:
Hér við óar hugur manns, ■
harður þótt sé gjörður,
öskustóin a..... {
er hann Mjóifjörður.
Frh. á s. 26 ,
Reglubnndnar siglingar
milli íslands og Ðanmerkur, Stóra-Bretlands,
Þýzkalands, Hollands, Belgíu og
Bandaríkja Norður-Ameriku.
Ennfremur siglingar til eftirfarandi landa,
eftir því sem flutningur er fyrir hendi:
Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Póllands,
Sovétríkjanna, Irlands, Frakklands,
Miðjarðarhafslanda og fleiri landa.
H. F. EIVISKIPAFELAG ÍSLAIMOS, Reykfavík - Sínmefni: EIMSKÍP - Sími: 1-94-60 (15 línur)