Vísir - 08.12.1959, Síða 28

Vísir - 08.12.1959, Síða 28
28 J Ó L A B L A Ð V í S I S -A úm. Það gæti líka farið svo, áðr þeir fýndust ekki. Eflaust befði: Eiríkur leitáð fyrir sér að komast yfir röstina, og þá þurft að fara langan krók. í SÍðustu lög hefði hann leitað sama lands, enda þekkti hann vel hve lausi ísinn við landið yar viðsjáll. — En það var ekki líkt Eiriki að gefast upp. Sá maður gafst aldrei upp meðan liann gat á fótunum staðið. i Bjarni gengur aftur í bæinn. Hann þarf að fylgjast með nýja stráknum og sængurkonunni. Báðum líður vel. Það var heppilegt, að ljósmóðirin kom á réttum tíma. Annars var ó- víst hvernig farið hefði. En hverjum var það mest að þakka? Eiríki og engum öðrum. . Bjarni fór inn í herbergið til sængurkonunnar. Óskaði henni til hamingju og leit á litla stúf- inn, sem var að reyna að narta í, móðurbrjóstin. Þegar Bjarni leit upp, sagði hann við sjálf- ah sig: Eirikur skal hann heita. íBjarni gekk enn út til þess að gá að Eiríki, félaga sínum. Nú var tekið að skyggja. Enn sást þó nokkuð til úti. Bjarni gekk á hólinn og skundaði fast. Skammt frá Ólafsey sá hann dökka þústu á isnum, sem hreyfðist skjótt. Það hlaut að vera Eiríkur. Hann hikaði ekki né hindraði heldur hálfhljóp í þá átt, setn þústan fór. Þegar Bjarni var að komast niður á ísinn kom Eiríkur þar í flasið á honum. Eiríkur, Eiríkur, hróp- aði Bjarni með fögnuði og gleði. Gömlu félagarnir féllust í faðma. Vélkominn heim, Eirík- ur minn, sagði Bjarni. Lofaður sé guð, að þú komst heill heim. Hvernig gekk þér og ljósmóð- urinni? spurði Eiríkur. Náðuð þið nógu snemma? — Já. Að vísu var fæðingin byrjuð, en allt blessaðist og er lukkulega afstaðið, og það er mest þér að þakka, Eiríkur minn. — Heldur skulum við þakka guði, Bjarni minn. Hann er máttugri en ég. Gömlu félagarnir leiddust heim eins og bræður, Þeim var nú báðum ljóst, að svo mörg bönd þakklætis og vináttu sam- einuðu þá, að þeir voru að nokkru leyti bara einn maður. Þess vegna hafði sambúð þeirra verið svo góð og innileg. Þegar til bæjarins kom fagn- aði allt heimilisfólkið Eiríki. Meira að segja kom ljósmóðirin út á hlað og bauð Eirik hjart- anlega velkominn. Eiríkur gekk nú til snæðings og Bjarni settist hjá honum meðan hann borðaði og var að smáteygja út úr honum ferða- söguna. — Ég þurfti að taka mikinn krók. Fara alveg út undir Ham- arsey. Þar var enn brú yfir röstina. Ég ákvað að treysta henni eftir að ég hafði reynt fyrir mér með stafnum. Það heppnaðist. En það var sprett- ur að Hamarsey. Ég varð að ná þangað sem fyrst vegna aðfalls- ins. Svo er reyndar ekkert meira að segja. Mér gekk sæmi- lega eftir þetta. Eiríkur gerði málhvíld. Svo sagði hann: — Skratti er ég nú stirður í lærunum, um leið og hann stóð upp frá borði. — Komdu, sagði Bjarni, og sjáðu nýja strákinn. Hann skal heita Eiríkur. ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. Austurstræti 10, sími 1-77-00 Reykjavík UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Brýnið fyrir börnunum að fara varlega með ddinn. Það hefur margsannast, scm máltækið segir: OFT VELDUR LÍTILL NEISTI STÓRU BÁLI. Athugið, að hafa tryggingar yðar ávallt í samræmi við verðlag. Atikinn viðhragðsílýtir Til að ná sem mestum viðbragðsflýti verður íkveikjan að eiga sér stað á réttu augnabliki, hvorki of seint né of snenuna. — Vandkvæðin eru einkum j)au, að útfellingar myndast í brunaholinu og trufla kveikitaktinn. ICA breytir efna- samsetningu þessara útfellinga og gerir þær óskaðlegar. ICA tryggir yður því fullkomna orkunýtni og öruggt viðbragð. Notið SHELL-benzín mcð ICA og njótið akstursins. — SHELU Eingöngu í SHELL-beii*íni

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.