Tölvumál - 01.10.1991, Síða 25
Október 1991
Opinber stefna og
aðgerðir
Ákvæði um tölvunotkun í
stærðfræðinámi í námskrá
grunnskóla eru fremur veik og
ekki mjög leiðbeinandi. Þau eru
þó ákveðnari í stærðfræði en í
nokkurri annarri námsgrein. En
eitt og annað hefur gerst sem
getur nýst í þeirri samræmdu
stefnu sem þarf að móta um
tölvunotkun í námi.
Innan Reiknistofnunar Háskóla
íslands hefur síðan 1988 verið
unnið að þýðingum og aðlögun á
hugbúnaði til kennslu. Verkið
hefur verið unnið í samstarfi við
menntamálaráðuneytið og Náms-
gagnastofnun en einnig hafa verið
gefin út forrit gerð hér á landi.
Um myndarlegt átak hefur verið
að ræða á sviði stærðfræði en þar
eru 13 forrit skráð og auðveldlega
má nýta 4 að auki á þessu sviði.
Þá eru ónefnd forritunarmálin,
einkum Lógó, en frumskipanir
þess voru þýddar í samstarfi
nokkurra aðila fyrir alllöngu
síðan. Þau forrit sem þýdd hafa
verið eru þó mjög ólík og vart
unnt að fjalla um þau sam-
eiginlega. Sum eru mjög auð-
skiljanleg og gera litla kröfu til
samspils en önnur byggjast á
gjörólíkum hugmyndum og eiga
að notast í nánu samhengi við
aðra kennslu og að undangenginni
kynningu á allri táknanotkun.
Þetta verða menn að gera sér
ljóst og haga notkun í samræmi
við það.
Hvað stendur í
veginum?
Hvað stendur í vegi fyrir því að
þær tölvur, sem þegar eru til í
skólunum, séu notaðar í stærð-
ífæðinámi? Hverjir eru þröskuld-
arnir? Ég hef glögglega orðið
vör við að menn skilja betur með
hverju ári að vélbúnaðarskortur
er ekki meginþröskuldur. Sé
litið til nágrannalanda og reyndar
einnig í eigin barm sést að
hugbúnaðarskortur er það heldur
ekki. Meginþröskuldar eru líklega
þær bundnu hugmyndir sem við
gerum okkur um það hvernig
nám eigi sér stað, hvaða áherslur
séu mikilvægar og hvernig
hvetjandi og styrkjandi náms-
umhverfi líti út. Yfir þá þröskulda
klífa kennarar ekki nema með
því að endurskoða flest það sem
fólk hefur talið sjálfgildi í áliti
sínu á námsgreinum og kennslu
þeirra. Margt lifir að sjálfsögðu
þá endurskoðun af en öðru verður
að kasta fyrir róða.
Ég vil leggja áherslu á að það eru
ekki stóru, glæstu forritin, sem
menn fá glýju í augun af, sem
skipta mestu máli. Það skiptir
mestu máli að leggja áherslu á að
nýta það sem við höfúm eðlilega
inni í því námi sem á sér stað og
láta það þannig hafa áhrif á það
sem gerist, ýta hinu gagnslausa
út og draga skýrar fram það sem
skiptir máli í námsferlinu. Og
þetta krefst þess að kennarar
endurskoði afstöðu sína til þeirrar
stærðfræði sem þeir eru að kenna
og hvernig þeir fara að. Þetta er
kannski ekki létt verk en það er
brýnt.
Lokaorð
Það væri að sjálfsögðu gaman að
halda nú lengra út á braut nauð-
synlegrar endurskoðunar en of
langt mál yrði úr því. Framtíðin
mun leiða í ljós hvort Tölvumál
verða vettvangur íyrir nánari um-
ræðu um brýnar áherslubreytingar
í kennslu einnar helstu undir-
stöðugreinar almennrar fræðslu.
En látum lokaorðin vera þessi:
Börnin eru framtíðin. Allt sem
við gerum er gert fyrir þau og
allt sem gert verður mun gert af
þeim.*
* Clay Morgan í "Everybody
Counts, a Report to the Nation
on the Future of Mathematics
Education", riti "National Re-
search Council" í
Bandaríkjunum.
Höfundur stjórnar við
Kennaraháskóla íslands rann-
sókninni TOSKA (Tœkni og
stærðfræðikennsla).
Erindið er nokkuð breytt frá
upprunalegum búningi, til þess
að henta sem tímaritsgrein.
25 - Tölvumál