Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Síða 34

Tölvumál - 01.10.1991, Síða 34
Október 1991 Skólar á Norðurlandi eystra geta skilað skýrslum til fræðsluskrif- stofu í tölvupósti og fræðslu- skrifstofan sendir fundarboð og tilkynningar til skólanna með sama hætti. Mestu máli skiptir þó að kennarar notfæri sér miðil- inn til að auðga og dýpka skóla- starfið, eftir sínu höfði, enda hafa umbætur í menntakerfi aldrei komist á með tilskipunum að ofan. En Imba er aðeins lítið skref í rétta átt. í framtíðinni munu hliðstæðar miðstöðvar verða á fræðsluskrifstofum, framhalds- skólum og stærri stofnunum menntakerfísins. Allar stöðvamar verða tengdar saman með há- hraðalínum og gögn þeirra allra verða aðgengileg hvaðan sem er af netinu. Það á enginn að þurfa að hringja langlínusamtal til að ná sambandi við íslenskt upp- lýsinganet framtíðarinnar. í dag eru vinir okkar í vestrinu að undirbúa net sem skutlar svo sem einni Britannicu á sekúndu milli stranda. Við erum að koma einföldustu tegund tölvusam- skipta á koppinn. Það á ekki að vera ofverkið okkar. Nánari upplýsingar veitir: Imba c/o Pétur Þorsteinsson (petur@kopasker. is) Ekrugötu 3 670 Kópasker S: 96-52164 3F - Félag tölvukennara Lára Stefánsdóttir, kennari fjölbrautaskólanum við Ármúla, formaður 3F 3F - Félag tölvukennara er félag þeirra sem kenna á tölvur innan fræðslukerfisins og annarra áhugamanna um tölvukennslu. Tilgangur félagsins er að: - stuðla að aukinni menntun tölvukennara - vera vettvangur fyrir skoðanaskipti um tölvu- kennslu og stuðla að þróun hennar - standa vörð um réttindi félagsmanna Til að ná þessum markmiðum hefur félagið staðið að, annaðhvort eitt eða í samvinnu við aðra, námskeiðum sem tengjast tölvukennslu. Félagið gefúr út fréttabréf þar sem félagsmenn fjalla um málefni tengd félaginu. IMBA á Kópaskeri er notuð töluvert, þar heftir skapast ákaflega góður vettvangur til skoðanaskipta og samstarf. Búseta félaga er þar engin hindrun og því skiptir engu máli hvort sá, sem þú vilt tala við er í Villingaholti, á Raufarhöfn eða Akranesi, allt er það jafn einfalt. Stjórn félagsins heldur aðallega fundi á IMBU og er í stöðugu sambandi. Til þess að standa vörð um réttindi félagsmanna hefur félagið reynt að beita sér fyrir því að félagsmenn fái greitt fyrir störf tengd tölvunotkun í skólastarfi. Margir félagsmenn búa yfir þekkingu á tölvum og hugbúnaði sem nýtist skólastarfi og því mikilvægt að nýta starfskrafta þeirra skólum til hagsbóta. Þarna er einnig hægt að spara talsvert fé sem eytt hefúr verið í að kaupa útselda vinnu af tölvufyrirtækjum. Sá árangur sem hefúr náðst í þessum efnum er helst fyrir framhalds- skólakennara en þeir geta fengið kennsluafslátt og greiðslur fyrir tækjavörslu fyrir störf tengd tölvunotkun f skólastarfi. Grunnskólakennarar hafa hist og rætt málin og vilja úrbætur í sfnum málum. Menntamálaráðuneytið hefúr gert samkomulag við félagið um að efla faglegt starf meðal félagsmanna sem starfa á framhaldsskólastigi. í samkomu- laginu felst m.a. að félagið miðli upplýsingum um námsefni, kennslu og námsmat, taki saman skrár yfir náms- og kennslugögn, undirbúi fúndi og ráðstefnur ásamt því að taka þátt í endurskoðun námskrár. Tvisvar á ári heldur félagið félagsfúndi þar sem fengnir eru fyrirlesarar. Félagsmenn eru nú um 120 manns og nokkuð fleiri fá fréttabréfíð sent. Um helmingur félagsmanna kennir á grunnskólastigi og hinn á framhaldsskólastigi. Nokkrir kenna í sérskólum og háskólum. Það er einlæg von okkar í félaginu að sem flestir finni sér þar rými til að leita leiða til þess að nýta tölvu til að örva nemendur til náms og starfa. 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.