Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Síða 37

Tölvumál - 01.10.1991, Síða 37
Október 1991 Frá IMámsgagnastofnun Sigríður Sigurðardóttir, tölvuráðgjafi Starfsemi Námsgagnastofnunar hvað varðar tölvunotkun f námi greinist í stórum dráttum í tvö höfuðverkefni. Annars vegar starfsemi Kennslumiðstöðvar og hins vegar útgáfu á kennslu- forritum og bökum er þau snerta. Kennslumiðstöð í Kennslumiðstöð eru haldnir kynningarfundir og dagskrár um ýmislegt sem viðkemur skóla- starfi; nýtt námsefni er kynnt, dagskrár eru haldnar um stærri viðfangsefni og umræðu- og vinnufúndir haldnir þar sem tekin eru fyrir ákveðin verkefni. Kynn- ing á kennsluforritum og öðru sem snertir tölvunotkun í skólum hefúr verið fastur liður í þessari starfsemi. Auk þess hefur Kennslumiðstöð gengist fyrir annars konar fúndum og sýn- ingum sem tengjast tölvum í skóla- starfi, oft f samvinnu við aðra. Útgáfa Samstarf menntamálaráðuneytis, Námsgagnastofnunar og Reikni- stofnunar Háskóla íslands um útgáfu á kennsluforritum hófst 1988. Verkaskiptingin hefur þróast íþá veru að Reiknistofnun þýðir forritin en Námsgagna- stofnun sér um útgáfuna. Um það bil helmingur forritanna er fenginn úr norrænu samstarfi á vegum Norrænu ráðherra- nefindarinnar. Þau henta oft bæði fyrir grunnskóla og framhalds- skóla, þar sem hvert forrit felur ísér misþung verkefni. Áðuren þetta samstarf hófst hafði Námsgagnastofnun gefið út tvö forrit í samvinnu við IBM á íslandi og eitt íslenskt forrit. Flest forrit sem Námsgagna- stofnun gefur út eru nú á út- hlutunarlista fyrir grunnskóla. Starfslaunaverkefni Árin 1989 og 1990 veitti Náms- gagnastofnun starfslaun á sviði námsefnisgerðar. Nú er unnið að sex verkefnum sem tengjast tölvunotkun í skólum. Á ráð- stefnunni var hægt að skoða þessi: Gagnagrunnur um lönd og þjóðir eftir Jón Jónsson. Tölfræðilegar upplýsingar um ríki jarðar. Unnið á BBC-tölvu. Hentar grunn- skólum og framhaldsskólum. Verkefnabankinn Spurn eftir Sólveigu Jakobsdóttur. Forrittil verkefna- og prófagerðar þar sem kennarar geta geymt verkefni og valið úr eftir sínum óskum og prentað út. Unnið á Macintosh- tölvu (HyperCard). Sjávarlfffræði eftir Salvöru Gissurardóttur. Tekur fyrir Iffsskilyrði í sjónum við ísland, þorskstofna o.fl. Unnið í forritunarmálinu "Author Ware Professional", fyrir Mac- intosh-tölvur, og á að vera hægt að flytja yfir á PC-vélar. Hentar einkum efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Könnun Snemma á þessu ári gerðu Námsgagnastofnun og fræðslu- skrifstofurnar könnun á tölvueign og notkun þeirra í þeim skólum sem heyra undir fræðsluskrif- stofurnar. Endanlegar niður- stöður úr þessari könnun liggja ekki fyrir enn, þar sem svör hafa ekki borist frá öllum. í frum- vinnslu þeirra gagna sem fyrir liggja kemur m.a. fram að sam- kvæmtsvörum 162skóla virðast kennsluforrit vera notuð í 51 skóla (31,5%). Hins vegar eru þau oftast notuð "takmarkað eða óreglulega". Full ástæða er til að hugleiða þessar niðurstöður og velta því fyrir sér hvers vegna kennsluforrit eru ekki meira notuð en þessar upplýsingar gefa til kynna. Kennsluforrit sem fáanleg eru hjá Námsgagnastofnun Alice PC, EGA eða VGA skjár 7.b. -frhsk. Enska Ævintýraleikur, styðst lauslega við ævintýrið um Lísu í Undra- landi. Handbók er á íslensku. Höf: Ingar Holm, RolfPalmberg og Elisabeth Bang-Nielsen. Dýraslóðir PC, litaskjár frá 3.b. Þrautalausnir Þjálfar nemendur í að leysa þrautir og draga ályktanir. Hentar öllum aldursflokkum. Höf. Thomas O'Brian, K. Fraser. Eftirlíking PC-vélar lO.b. -frhsk. Stærðfræði Kennsluforrit í líkindareikningi. Innbyggt forritunarmál. íhand- bók er fjöldi dæma fýrir nem- endur. Höf. Viggo Sadolin. Fjarvídd PC, EGA eða VGA skjár Myndmennt Auðveldar skilning á fjarvíddar- lögmáli. Síðanmáfylgjanotkun forritsins eftir með því að sýna hvernig þetta lögmál er notað í myndlist. Forritið má tengja teikniforriti. Höf. C. Sterup og B. Belhage. Flatarmyndir PC-vélar 7.b. -frhsk. Stærðfrœði Hægt er að teikna punkta, línur, 37 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.