Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Page 3

Tölvumál - 01.04.1994, Page 3
Apríl 1994 TÖLVUMÁL TÍMARIT SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS 2. tbl. 19. árg. Mars 1994 Frá ritstjóra Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á þeim aðferðum sem notast hefur verið við til tölvusamskipta. Með þeim framförum sem hafa verið í tölvutækni hafa fylgt nýjungar í nettengingum, bæði staðarnets- og viðnetstengingum. Til dæmis hefur einmenningstölvuvæðingin valdið sífellt aukinni þörf á hraðvirkari staðar- netum. Að auki hefur verðlækkun á búnaði valdið því að það er núna hægt að bjóða upp á ýmsa þjónustu þar sem notaðar eru tölvutengingar til að nálgast upplýsingar á einhverju formi sem ekki var hægt áður. I þessu tölublaði Tölvumála er aðallega fjallað um tölvunetstengingar ýmissa fyrirtækja og kemur þar margt forvitni- legt fram. Að auki eru í þessu tölublaði greinar byggðar á erindum frá síðasta ET-degi SÍ sem haldinn var 10. des- ember s.l. Frá og með þessu tölublaði verða þær breytingar á útgáfu Tölvumála að undirritaður verður ritstjóri. En jafn- framt mun ritstjórn skipta með sér verkum þannig að einn úr ritstjórn hefur umsjón með útgáfu hvers blaðs. Magnús Hauksson. Efnisyfirlit Frá formanni Halldór Kristjánsson...........................5 Fjarstýrikerfi Landvirkjunar Hörður Benediktsson 6 ÍSGÁTT - tölvupóstmiðstöð Skímu Dagný Halldórsdóttir 10 Tölvutengt jarðskjálftamælanet Steinunn Jakobsdóttir 13 Breiðbandstækni - ATM Magnús Hauksson 16 Tölvutengingar Strengs hf. Haukur Garðarsson og Snorri Bergmann ............................19 Islenski tölvumarkaðurinn Halldór Kristjánsson........................21 Fámæli um gjörva Guðmundur Hannesson ........................24 Gagnanet Reiknistofu bankanna Ólafur Halldórsson 28 Víðnet Bifreiðaskoðunar íslands Högni Eyjólfsson 34 Ritnefnd 2. tölublaðs 1994 Magnús Hauksson, ritsljóri og ábm. Dagný Halldórsdóttir Ingibjörg Jónasdóttir Olafur Halldórsson Nýtt og fullkomið fluggagnakerfi fyrir íslenskt flugstjórnarsvæði Reynir Sigurðsson og Ólafur Jóhann Ólafsson .........................38 Fjarskiptanet Flugleiða hf. Símon Kristjánsson ....................42 3 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.