Tölvumál - 01.04.1994, Page 6
Apríl 1994
Fjarstýrikerfi Landsvirkjunar
Eftir Hörd Benediktsson
Allt frá stofnun Landsvirkjunar
til ársloka 1982, náði orkusölu-
kerfi Landsvirkjunar aðeins yfir
suðvesturhluta landsins. Það ár
var gerður samningur milli rík-
isstjórnar íslands og Landsvirkj-
unar um virkjanamál, yfirtöku
byggðalína o.fl. Þar með var
orðið ljóst, að orkusölukerfi
Landsvirkjunar myndi ná yfir allt
landið. Frá árinu 1974 hafði
verið starfrækt fjarstýrikerfi frá
bandaríska fyrirtækinu Leeds &
Northrup. Það var ljóst, að gamla
fjarstýrikerfið myndi ekki full-
nægja hinum auknu kröfum, sem
gerðar yrðu til reksturs raforku-
kerfisins. Á árinu 1982 var því
byrjað á ítarlegum undirbúningi
að endurnýjun fjarstýrikerfisins.
Val á búnaði
Verkið var boðið út árið 1986
og að loknum samanburði til-
boða, var samið við bandaríska
fyrirtækið Harris Corporation um
verkið í ársbyrjun 1987. Ráðgjafi
Landsvirkjunar í þessu máli var
sænska ráðgjafafyrirtækið Swed-
Power. Undirverktakar Harris
voru Westronics í Kanada, sem
framleiddu útstöðvar fyrir fjar-
stýrikerfið, International Power
Machines (IPM) sem framleiddu
afriðla og áriðla og verkfræði-
stofan Strengur, sem sá að hluta
til um gerð vatnsbúskaparforrita.
Einnig tók Tölvusalan að sér sam-
setningu á flestum útstöðvunum
í samstarfi við Westronic.
Stjórnstöð
Landsvirkjunar
Nýja fjarstýrikerfið var tekið í
notkun árið 1989. Stjórnstöð
Landsvirkjunar, við Bústaðaveg
7, hýsir kerfið og þá starfsemi,
sem því er tengd. I stjórnstöðinni
er tölvubúnaður fyrir fjarstýri-
kerfið, þrjú stjórnborð og
fjarskiptakerfi. Þar er jafnframt
UPS kerfi (afriðlar, rafgeymar
og áriðlar) og vararafstöð.
Tölvubúnaður frá Harris
Stjórntölvurnar sjálfar eru af
gerðinni Harris H800 með 6 Mb
vinnsluminni og 474 Mb Win-
chester diskurn auk segulbanda-
stöðva. Auk þess er þriðji disk-
urinn í tölvukerfinu með hermi-
líkan af raforkukerfinu, sem nota
má við þjálfun vaktmanna. Stýri-
kerfi tölvanna er VOS stýrikerfi
frá Harris. Tölvurnar eru sam-
tengdar og geta haft samband við
báða diskana og báðar segul-
bandastöðvarnar.
Raforkukerfinu er hægt að
stjórna frá fimm stjórnborðum.
Þrjú eru í stjórnstöðinni í Reykja-
vík og tvö í stjórnstöð Lands-
virkjunará Akureyri. Hvert stjórn-
borð hefur þrjá litaskjái nema á
Akureyri. Þar eru tveir skjáir á
hverju stjórnborði. I báðum
stjórnstöðvunum eru stórar vegg-
töflur, sem sýna yfirlitsmynd af
raforkukerfinu. Mynd 1 sýnir
tölvubúnaðinn ásamt útstöðvum.
Útstöðvar og
fjarskiptakerfi
Allseru lOvirkjanirog 17tengi-
virki tengd fjarstýrikerfinu. Á
hverjum stað eru ein eða fleiri
útstöð, samtals 33 og eru þær
tengdar tölvukerfinu með 10
sendiviðtækjum. Það er því hægt
að safna inn upplýsingum frá 10
útstöðvum samtímis. Yfirleitt eru
2 óháðar fjarskiptaleiðir tengdar
við hverja útstöð.
Meginhluti fjarskiptakerfisins
er í eigu Landsvirkjunar. Um er
að ræða örbylgjusambönd, raf-
línusíma, leigulínur og ljósleið-
ara. Landsvirkjun rekurörbylgju-
sambönd, sem ná til virkjananna
á Suðurlandi og til Blöndu-
virkjunar. Raflínulínusími ernot-
aður til að flytja boð eftir há-
spennulínunum á tíðnibandinu 50
kHz til 500 kHz. Raflínusíminn
ræður ekki við meiri sendihraða
en 1200baud.Þaðerþvísásendi-
hraði, sem er notaður í samskipt-
um á milli móðurtölvu og út-
stöðva.
6 - Tölvumál