Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Síða 11

Tölvumál - 01.04.1994, Síða 11
Apríl 1994 QQQ9QQ aaaQQa... QQ ISGATT tölvupóstmiðstöð Skímu hf. ISGATT / 7. cc:Mail MS Mail Viðbætur: Lotus Notcs, MHS, SNADS o.fl. SMTP SKÍMA HF. aaaaaa hjá fyrirtækjum til þess að um- breyta tölvupósti og tölvupóst- gáttir krefjast sérþekkingar á þeim tölvupóstkerfum sem tengja á saman. Séu kerfin samtengd sam- kvæmt X.400 tölvupóststaðli þarf auk þess sérþekkingu á þeim staðli. Tölvupóstkerfi og staðlar taka smám saman breytingum og þá þarf að endurnýja gáttarbúnað. Rekstur tölvupósttenginga getur orðið umfangsmikill. Það sama gildir um þær og aðrar tölvu- tengingar að rekja þarf og leið- rétta bilanir sem upp koma auk þess sem fylgjast þarf með að allar tengingar séu í gangi. Alll þetta er kostnaðarsamt fyrir fyrir- tæki, bæði sérhæfður búnaður og rekstur hans auk þess sem sér- þjálfa þarf starfsfólk til að sinna samtengingum af þessu tagi eða kaupa að sérfræðiþekkingu. Tölvupóstmiðstöðvar Þau atriði sem hér hafa verið rakin hafa leitt til þess að erlendis hefur þróunin orðið sú að risið hafa sérstakar tölvupóstmið- stöðvar, ýmist á vegum fyrirtækja sem þegar eru starfandi á fjar- skipta- og upplýsingamarkaði eða fyrirtækja sem stofnuð hafa verið sérsaklega til að sinna verk- efni af þessu tagi. Þessi fyrirtæki eru yfirleitt í eigu einkaaðila, enda um virðisaukandi þjónustu að ræða sem víðast fellur utan einka- réttar ríkisins. Tölvupóstmiðstöð Skímu Hingað til hefur engin tölvu- póstmiðstöð verið starfandi á Islandi, enda þörfin ekki verið fyrir hendi fyrr en á allra síðustu misserum. Nú hefur fyrirtækið Skíma hf. hins vegar hafið rekstur slíkrar miðstöðvar. Um þá tölvu- póstnriðstöð geta nú tengst algengustu tölvupóstkerfin hér á landi, þ.e. cc:Mail og MS Mail, auk kerfa sem byggjast á SMPT og X.400 samskiptum. Verið er að athuga áhuga fyrirtækja á teng- ingum fyrir önnur kerfi s.s. Lotus Notes og MHS. Reynist nægur áhugi á þessum eða öðrum teng- ingum verða þær einnig settar upp. í tölvupóstmiðstöð Skímu er allur nauðsynlegur búnaður til að tengja saman tölvupóstkerfi. Fyrirtæki sem vilja komast í tölvu- póstsamband við önnur fyrirtæki þurfa því ekki sjálf að setja upp slíkan búnað og ekki er þörf á að setja upp beinar tengingar við þau fyrirtæki sem ná þarf tölvu- póstsambandi við. Þess í stað þurfa fyrirtæki aðeins eina teng- ingu við tölvupóstmiðstöðina með þeim hætti sem eðlilegastur er í tölvukerfi hlutaðeigandi fyrirtækis. Um þá tengingu kom- ast þau í samband við öll önnur fyrirtæki sem einnig eru tengd tölvupóstmiðstöðinni óháð því hvaða tölvupóstkerfi þau nota. Tölvupóstmiðstöðin sér um að samræma notendaskilgreiningar þannig að fyrirtæki þurfa ekki að breyta nafngiftum í eigin tölvupóstkerfum þótt þau komist í tölvupóstsamband við önnur fyrirtæki. I stuttu máli má segja að fjárfesting í sérhæfðum sam- skiptabúnaði og þjálfun og þekk- ingu umsjónarmanna með teng- ingum ásamt kostaði við rekstur tenginganna flytjist frá fyrir- tækjum til tölvupóstmiðstöðvar- innar. Uppbyggingtölvu- póstmiðstöðvar Skímu Uppbygging tölvupóstmið- stöðvar Skímu (ÍSGÁTT) er sýnd á meðfylgjandi mynd. Þunga- miðja tölvupóstmiðstöðvarinnar er tölva með sérhæfðum hug- búnaði til að umbreyta tölvu- póstskeytum milli ólíkra tölvu- póstkerfa. Sérstakurendabúnaður þjónar tengingum af hverri teg- und. Aðgangur að þjónustunni er ýmist um upphringisamband, fasta línu, X.25-eða "router"- tengingu. Fljótlega verður boðið upp á aðgang að Internet og verið er að kanna tengingar við önnur almenn tölvupóstnet. Boðið verður upp á þjónustu við önnur 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.