Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Síða 14

Tölvumál - 01.04.1994, Síða 14
Mynd 2. gagnanetið. Til að halda þeim kostnaði í lágmarki var tekin sú stefna að hafa frekar öflugar smá- tölvur á hverri stöð og frumvinna gögnin þar (sbr. AT/386-tölvur og UNIX-stýrikerfi). Þetta er sífellt skrifað ofan í elstu gögnin. Þessi skrá er 63.36Mb að stærð. Sérhannaður skynjunarhugbún- aður fylgist með gögnunum sem koma inn og lýsa jarðarhreyfing- unni. Ef ákveðin breyting verður á hreyfingunni, bylgja gengur yfir, þá reiknar hugbúnaðurinn út stærð bylgjunnar, úr hvaða átt hún kemur, hvert tíðniinnihald bylgjunnar er o.fl., og skráir þetta allt ásarnt byrjunartíma bylgjunnarí 128 bætagagna- skeyti, sem sent er til móður- tölvu í Reykjavík. Móður- tölvan vinnur úr þessum skeytum, ber saman upp- lýsingar frá öllum stöðvum og athugar hvort hægt er að finna sameiginleg upptök by lgna sem mælast á fleiri en einni stöð. Ef svo er, reiknar tölvan út staðsetningu og stærð atburðarins og ef staðarákvörðunin uppfyllir ákveðin gæðaskilyrði sendir móðurtölvan út skeyti til þeirra stöðva sem eiga að geta "séð" skjálftann og biður um frumgögn frá þeim tíma sem um ræðir. Jarð- skjálftagögnin eru skráð á harða diskinn á stöðinni og staðlaði tölvusamskiptahugbúnaðurinn, uucp, sér um að koma þeim til móðurtölvunnar. Þannigeru, auk þessara stuttu skeyta, einungis þau gögn sem sjálfvirki tölvuhugbún- aðurinn hefur skilgreint sem jarð- skjálftagögn send umgagnanetið. Hversu mikið gagnaflæðið er fer auðvitað eftir skjálftavirkni, en er dæmigert unt 1/2 Mb frá hverri stöð á dag og eru þá bæði talin frumgögnin og upplýsinga- skeytin. Gagnamagnið getur þó hæglega tífaldast ef miklar jarð- skjálftahrinur ganga yfir. Aðferð sú sem hér hefur verið lýst byggir á því að skynjun hreyf- ingar fari frarn á hverri stöð, en ákvörðun unr uppruna bylgjunnar og hvort varðveita eigi gögnin er tekin á grundvelli meiri upp- lýsinga en fáanlegar eru á einni stöð. Þannig er hægt að minnka yfirfærslu á gögnum sem ekkert hafa með raunverulega jarð- skjálfta að gera, en sýna t.d. bú- fénað í nánd við nerna, frost- bresti, bílaumferð og margt annað. I raun minnkar þetta gagnaflæðið að minnsta kosti umhelming. Aukinni þekkingu á jarðskjálftabylgjum er hægt að koma inn í valhugbúnaðinn og bæta þannig valið enn frekar. Hið upprunalega 8 stöðva kerfi hefur nú verið útvíkkað í 17 stöðvar. Fyrst var bætt við stöðv- um í Krísuvík og kringum Mýr- 25°W 24°W 23'W 22°W 21 °W 20°W 19°W 18°W 17°W 16°W 15°W 14°W 13°W Mynd 3. 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.