Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Síða 17

Tölvumál - 01.04.1994, Síða 17
Apríl 1994 SDH enda er minnsti hraði þar 155Mbit/s en unnið er að stöðlum sem leyfa þetta. Sá hluti sem sér um stýringu heldur utan um allt gagnaflæði í gegnurn heildarkerfið. Eitt dæmi um slíkt kerfi er Signal System 7 sem gerir símstöðvum mögulegt að skiptast á upplýsingum á sér- stökum rásum. Það er alveg ljóst að núverandi símstöðvar t.d símstöðvar fyrir tal og gagnanetsstöðvar sem vinna samkvæmt X.25 verða ekki nægilega hraðvirkar. Því hefur verið þróuð ný aðferð sem sím- stöðvar framtíðarinnar geta unnið eftir og sem náð hefur vinsældum. Kallast hún ATM (Asynchronous Transfer Mode) og kemst sú tækni að öllum lík- indum næst því að uppfylla öll skilyrði sem þarf að gera til slíks búnaðar. Þetta byggir á þeirri tækni senr er notuð í pakkanetum í dag. Gert er ráð fyrir því að stýring gagna sé óháð því hver gögnin eru. Það hefur til dæmis verið vandamál að tal er mjög viðkvæmt fyrir allri seinkun á leiðinni. Gert er ráð fyrir fjórum tegundum notkunarskila. Tegund eitt er fyrir tal, tegund tvö fyrir mynd og hljóðvaip, tegund þrjú fyrir tengd tölvusambönd (eins og eru til dæmis notuð í Gagna- neti eða X.25) og tegund fjögur fyrir ótengd tölvusambönd líkt og notuð eru á staðarnetum. Þar er gert ráð fyrir að öll gögn séu sett inn í sellur sem eru alltaf jafn stórar eða 53 bæti. Þar af eru 48 bæti notuð fyrir gögnin en fremst í sellu erfimm bæta "haus" sem er notaður fyrir stýringu. I hausnum eru upplýsingar um auðkenni sýndarrásar, villuskynjun, rað- númer og fleira. Með því að hafa svona 1 itla pakka er hægt að senda tal innan um tölvusendingar án vandkvæða. Föst lengd sellu þýðir einfaldari búnaður. Aftur á móti er galli að 10-15% af bandbreidd fer í stýringu, og svo smáar sellur valda því að ATM er ekki hentugt fyrir hægvirk tölvu- sambönd eins og 64kbit/s. ATM er tækni sem byggir á líkinda- fjölrásun sem þýðir að ekki er ákveðið fyrirfram hvað hver sella inniheldur (hvaða samband) og hvert samband hefur ekki ákveðna rás frátekna heldur er aðeins ein rás til staðar. Gögn frá einurn notanda eru sett í næslu lausu sellu. Þannig er í sjálfu sér hægt að tengja notendur á hvaða hraða sem er svo fremi sem nægi- lega margar lausar sellur eru til staðar til að flytja gögnin. Að auki er gert ráð fyrir því að aðeins séu fluttar sellur sent innihalda einhverjar upplýsingar til að konta í veg fyrir yfirálag og bæta nýtingu.Setterupp tengd sýndar- rás á milli tveggja notenda þegar beiðni um samband kemur. Þegar hafa verið framleiddar margar tegundir ATM stöðva. Það eru þegar í einkanotkun slíkar stöðvar og í flestum vestur- Evrópulöndum (ekki íslandi, Grikklandi og Lúxemborg) er í gangi sameiginlegt tilraunaverk- efni til undirbúnings almennings- kerfa sem gert er ráð fyrir að ljúki í lok þessa árs. Nokkrar teg- undir tengja hafa verið búnar til, til dæmisfyrirstaðarnet (Ethernet og Tókahring), FDDI, Franre relay og E1/E3 (2Mbit/s/34Mbit/ s) og SDH/Sonet. Þar sem minnsti tengihraðinn inn á ATM er núna 45Mbit/s er æskilegt að sameina nokkrar Ethernet tengingar þar sent það vinnur "aðeins" á lOMbit/s og er til búnaður sem gerir það. Það sem er skemmst á veg kornið eru tengingar fyrir talrásir og sameiginlegar aðferðir til stýringar, til dæmis að sjá til þess að engar sellur týnist á leið- inni. Núna er helst gert ráð fyrir því að llæðistýring verði á þann veg að þegar einhver vill hefja samband tiltekur hann fyrirfram hversu mikla bandbreidd hann vill fá. ATM-stöðin athugar hvort eitthvað pláss er laust og ef svo er, er sambandi komið á, annars ekki. Þetta veldur því að hefjandi sambands þarf að vita fyrirfram hvað hann ætlar að nota sam- bandið í, sem getur stundum verið erfitt. Þegar eru til á markaðnunr margar tegundir ATM-stöðva. Flestar eru ætlaðar fyrir tölvu- sambönd og kosta núna frá urn 700.000 kr. hjá framleiðanda. Boðið er upp á helstu tegundir staðarnetstengja. Einnig eru til ATM stöðvar fyrir almenn sanr- skipti. Sem dæmi má nefna Alcatel-stöðvar sem eru notaðar í flestum löndum sem taka þátt í fyrrnefndu tilraunaverkefni í Evrópu, einnig Siemens, Erics- son, AT&T ogNorthem Telecom. Til dærnis ræður stöðin frá þeim síðastnefnda við 10-80 gígabita á sekúndu sem jafngildir um einni milljón stafrænna talsíma- rása. Hún er sérstaklega ætluð fyrir kapalsjónvarp og venjulegan talsíma. Enda er gert ráð fyrir því í Bandaríkjunum að notendurgeti "hringt" í sína sjónvarpstöð og valið rás og jafnvel geti verið um samskipti í báðar áttir að ræða þannig að áhorfandi taki á ein- hvern hátt þátt í þættinum sem verið er að sýna. Hvenær slíkt kerfi verður sett upp hér á landi er óvíst en það verður ekki í bráð, enda er gert ráð fyrir því í Þýskalandi, þar sem opna á fyrir aðgang í apríl, að langlínusamband á 34Mbit/s, tvo tíma á dag, 20 daga í mánuði kosti unr 70Mkr/ári fyrir utan tengikostnað. Vonir standa til að aðrir sem hyggjast veita slíka þjónustu bjóði lægra verð. Magnús Hauksson er verkfrœðingur hjá Pósti og síma. 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.