Tölvumál - 01.04.1994, Qupperneq 29
Apríl 1994
Megintölvan
Megintölva reiknistofunnar er
af gerðinni IBM 400J. Færslu-
fjöldi íkerfum reiknistofunnar er
um 1.000.000 á dag þegar mest
er. Heildarfjöldi notenda í banka-
kerfinu er um 4000 og er fjöldi
skilgreindra tækja, þ.e. skjáir og
prentarar, tæplega 6000.
Hefðbundnar SNA
tengingar
Línutölva RB er af gerðinni
IBM 3745. Vélin er beintengd
við megintölvuna, og er sam-
skiptahraðinn 4,5 MB/s (36 Mb/
s). Frá línutölvunni liggja 111
SDLC línur og er samskiptahraði
frá 9600 til 64000 b/s. Flestar
línurnar eru leigulínur með mót-
öldum á hvorum enda, en einnig
fara nokkur háhraðasambönd um
fjölsímatengingar (X.21). Af
þessurn línum eru 24 utan-
bæjarlínurog 18 háhraðalínur (64
kb/s).
Þess má geta að RB leigir urn
1000 krn af símalínum innan-
bæjar, og tæplega 8000 km utan-
bæjar (langlínur) af Pósti og síma
og er einn stærsti viðskiptavinur
stofnunarinnar.
Fjöldi stjórnstöðva, sem tengd-
ar eru reiknistofunni, eru 219, þar
af 78 utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Stjórnstöðvarnar, sem eru
ein eða fleiri í hverju bankaútibúi,
eru af ýmsum gerðum, svo sem
AS/400, S/36 og Kienzle. Gáttir á
staðarnetum eru af ýmsum gerð-
unr, svo sem NetWare/SAA,
DCA, Eicon, HP SNA+ o.fl.
Flestar þessara stjórnstöðva og
gátta tengjast RB sem fyrr segir
unr SDLC leigulínur. Fyrir-
komulag er þó nokkuð mismun-
andi, og eru t.d. sameiginlegar
gáttir fyrir rnörg af útibúum
íslandsbanka staðsettar í höfuð-
stöðvum bankans.
Við 3745 línutölvuna eru enn-
fremur tengd ýmis kerfi reikni-
stofunnar, s.s. Þjónustusími banka
og sparisjóða, hraðbankakerfið,
heimildakerfi fyrirdebetkort, SNI
sambönd o.fl. 3745 tengist einnig
Gagnaneti Pósts og síma, fyrir
nokkrar afgreiðslur banka og
sparisjóða, fyrirtækjatengingar
o.fl. Þessurn kerfum verða gerð
nánari skil síðar í greininni.
Skilgreiningtækja
Öll tæki, sem tengjast 3745, eru
skilgreind í ákveðnum töflum í
megintölvunni. I þessum töflurn
eru allar upplýsingar um línur,
línuhraða, stjórnstöðvar, skjái,
prentara og raunar allt sem við-
kemur netinu. Hjá RB eru þessar
töflur tvær og þar sem um er að
ræða skilgreiningar netsins í
heild, sem er gífurlegt magn upp-
lýsinga, eru töflurnar stórar, eða
samtals um 8500 línur. Mjög stífar
reglur gilda um uppsetningu tafl-
anna.
Þegar gerðar eru breytingar á
þessum töflum, t.d. ef verið er að
fjölga skjáum í einhverri banka-
afgreiðslu, þarf að villuleita og
þýða töflurnar yfir á vélamál.
Við það myndast keyranleg forrit
sem hlaðið er niður í 3745
línutölvuna. Þessi forrit nefnast
NCP (Network Control Program).
Þegar skipt er um þau NCP
forrit, sem keyra í línutölvunni,
er netið óvirkt á meðan. Þó
verkið taki ekki nerna fáeinar
mínútur, þýðir það að ekki er
hægt að skipta um NCP án þess
að allt netkerfi reiknistofunnar sé
óstarfhæft á rneðan. Því fara slíkar
breytingar venjulega fram urn
helgar. Þó er hægt að gera
ákveðnar minniháttar breytingar
á netinu ”á ilugi", en þær breyt-
ingar eru ekki varanlegar.
Eins og sjá má er því öll vinna
við breytingar á hinu hefðbundna
SNA neti fremurþunglamaleg og
tímafrek.
Tenging við
staðarnet
IBM 3172 er tölva sem tengir
staðarnet við megintölvu. Tækið
er beintengt við megintölvuna á
sama hátt og 3745 línutölvan og
er hraðinn sá sami: 4,5 MB/s.
IBM 3172 er í raun IBM PS/2
Model 95 vél og eru í henni eitt
tókakort og eitt ethernetkort.
Gáttir og fleiri tæki, sem tengd
eru tóka- eða etherneti, geta náð
sambandi við megintölvuna í
gegnum 3172. Samskiptahraðinn
getur því verið mjög mikill, þar
sem flutningsgeta er nú almennt
10 Mb/s á ethernetum og 16 Mb/
s á tókanetum. Með því að tengj-
ast þessum staðarnetum RB um
beina eða brýr má ná upp mun
hraðari tengingum við RB en í
gegnum 3745 línutölvuna.
Gáttir á staðarnetum nota LLC
(IEEE 802.2) samskiptahátt á
tengingum við nethugbúnað í
megintölvu RB. Séu gáttir stað-
settar á staðarnetum utan RB má
ná slíkri tengingu um beina eða
brýrmeðt.d. "TokenRingSource
Routing"eða"TransparentBridg-
ing". Séu gáttir staðsettar á tóka-
eða etherneti hjá RB má ná sam-
bandi utan frá með t.d. IPX/SPX,
NETBIOS, TCP/IP og DECnet
samskiptaháttum, eftir því hvað
viðkomandi gátt styður. Einnig
má ná sambandi við megintölvu
RB án þess að fara urn gátt, ef
skjáhermir viðkomandi einmenn-
ingstölvu styður LLC samskipta-
hátt. Nokkuð er um slíka notkun
innanhúss hjá RB, undir OS/2 og
Windows.
Fyrirhuguð er tenging við
Háhraðanet Pósts og síma, og
munu þá bankar, sparisjóðir og
fyrirtæki tengd gagnanetinu, geta
tengst reiknistofunni þannig.
29 - Tölvumál