Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Qupperneq 33

Tölvumál - 01.04.1994, Qupperneq 33
Apríl 1994 Grjndo 1)orðui Ólasyík I Isl iss&nilCh Að undanförnu hef- ir verið unnið að upp- setningu nýrri útgáfu af NetView sem keyrir á OS/2, NetView Graph- ic Monitor Facility (NGMF). Þetta kerfi sýnir uppbyggingu SNA netsins á mynd- rænan hátt, og sýnir jafnframt stöðu ein- stakra hluta netsins. NGMF er tengt Net- View á megintölvu með APPC tengingu og fær samtímaupp- lýsingar þaðan. Þannig má t.d. sjá stöðu allra lína og stjórnstöðva á landsbyggðinni á einni mynd, eða öll útibú ákveðins banka eða sparisjóðs í Reykjavík. Mynd 2 sýnir mynd úr NGMF, en á henni rná sjá allar línur RB út á land og þær stjórnstöðvar sem þar eru. Eftirlitskerfi fyrir staðarnet Þrátt fyrir að NetView sé afar öflugt neteftirlitskerfi, hvað SNA umhverfið varðar, nýtist það ekki til eftirlits nreð staðarnetum, sem þó eru víða orðinn stór hluti af SNA netum. Ástæða þessa er að samskipti á milli tækja á staðarnetum fylgja ekki lögmál- um SNA hugmyndafræðinnar. Það eina sem sést í SNA netinu er ástand hugbúnaðar, sem notaður er til að herrna eftir eftir SNA tækjum, eins og t.d. gáttarhug- búnaður eða skjáhermar. Net- View veit ekkert um ástand við- komandi véla eða staðarneta, eða t.d. beina, sem notaðir eru til að tengja staðametin við staðarnet RB. Á staðarnetunum og á rnilli þeirra eru notaðir samskiptahættir eins og TCP/IP og IPX sem VTAM ekki þekkir. Seyáisfjfcrður Eylsstaðn ({^skcupsloóur __ Jsítíipróur ^CyKeyðatlio-ðjr / I'] rác<rú(5cliö'ður ^yStCðvsrtlörður Rrftiðrlslsv'k Vestmsnnaeyjai Til að fylgjast með þeim tækj- um sem tengd eru staðarnetum RB, og þannig urn 3172 er notað NetView/6000 neteftirlitskerfi, sem keyrir á AIX stýrikerfi á PowerPC vél. NetView/6000 notar SNMP (Simple Network Managenrent Protocol) sanr- skiptahátt til að fylgjast með staðarnetstengingum, en beinar og brýr styðja flest SNMP. Á þennan hátt má sjá ástand staðar- netanna og þeirra tækja, sem tengja þau saman. Lokaorð Ljóst er að þróunin í Gagnaneti Reiknistofu bankanna er í þá átt að bankakerfið færist æ rneira yfir í samtengd staðarnet. Rekstur afgreiðslukerfa og sameiginlegra gagnagrunna fyrir bankakerfið mun ekki breytast á næstu árum, en breytingar gætu orðið á eftir- litsþáttunr vegna SNA netsins. Ljóst er að SNA netið mun ekki hverfa og því verður áfram rekið kerfi til eftirlits með því. Reikni- stofan býr nú þegar yfir búnaði til að annast eftirlit með staðar- neturn bankakerfisins og er reikn- að með að eftirlit nreð staðar- netum verði stór þáttur í net- eftirlitsþjónustu reiknistofunnar, enda hagkvæmni þess augljós. I Stefnumótun fyrirReiknistofu bankannafrá 1992segirm.a.: "RB skal tryggja, að viðskiptamenn hennar fái aðgang að gögnunr sínum í RB á stöðluðu fyrir- spurnaformi og hægt sé að hafa beint samband milli forrita í RB og forrita í búnaði aðila." Enn- fremur segir: "RB stefnir að því að skapa það umhverfi, sem gerir viðskiptamönnum RB kleift að velja þann vélbúnað og/eða hug- búnað, sem uppfyllir opinbera og útbreidda staðla, sem náð hafa almennri útbreiðslu og eignar- aðilareru sammálaum." ITækni- stefnu RB frá 1992 segir m.a.: "Fyrirkomulag á tölvuneti RB verði endurskoðað í ljósi tækni- nýjunga og nýrra alþjóðlegra staðla." Af þeirri lýsingu á net- kerlinu, sem hér fer á undan, sést að þessari stefnu hefir verið fylgt vel eftir. Ólafur Halldórsson er rafmagnsverkfrœðingur og starfar á Tæknisviði RB. 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.