Tölvumál - 01.04.1994, Page 37
Apríl 1994
upplýsingar um ökutækið er því
að finna í því hlutmengi af öku-
tækjaskrá sem geymt er á fasta
diskinum.
Næst er athugað hvort öku-
tækið átti pantaðan tíma og svo
reynist vera. Þar af leiðandi eru
upplýsingar um skuld opinberra
gjalda og tryggingastöðu einnig
til staðar á fasta diskinum frá því
þær voru sóttar til Skýrr kvöldið
áður. Ökutækið reynist skuld-
laust og tryggingin er í lagi.
Afgreiðslukerfið býr nú til nótu
þar sem upphæð skoðunargjalda
kemur fram. Þegar búið er að
ganga frá greiðslu skrifast út nóta
og samhangandi skráningar-
skírteini og skoðunarvottorð.
Afgreiðslu er nú lokið án þess
að nokkur tölvusamskipti hafi átt
sér stað suður til Reykjavíkur,
og skoðun getur hafist.
Hugsum okkur annað ökutæki
sem einnig er að korna í skoðun
á ísafirði og tökum nú óvenjulegt
dæmi. í þetta skipti finnast engar
upplýsingar á fasta diskinum enda
er skráður eigandi búsettur í
Borgarnesi. Tölvan leitar því á
netþjóninum í Reykjavík sem
geymir upplýsingar unr öll öku-
tæki á skrá.
Þetta ökutæki átti ekki pantað í
skoðun og þar af leiðandi er ekki
búið að sækja upplýsingar um
opinber gjöld og tryggingastöðu
til Skýrr. Þess vegna fer nú sjálf-
krafa af stað fyrirspurnarskeyti
yfirSkýrrstjóra til tekjubókhalds-
kerfis ríkisins og tryggingarbanka
tryggingarfélaganna hjá Skýrr.
Svar berst um hæl í gegnum Skýrr-
stjóra og Brúarstjóra í Reykjavík
og endar á skjánum á Isafirði.
Trygging er ekki í lagi og
eigandinn skuldar háa fjárhæð í
opinber gjöld. Skoðun er því
hafnað, en eiganda gefst þó
tækifæri að hringja á staðnum í
sitt tryggingarfélag. Það gerir
hann og sernur um greiðslu á
iðgjaldinu í gegnum símann.
Skoðunarmaðurinn endurtekur
nú fyrirspurnina til Skýrr og nú er
svarið frá tryggingabankanum
orðið jákvætt. Tölvan býr því til
nótu þar sem frarn kemur bæði
upphæð skoðunargjalda og opin-
berra gjalda og hægt er að halda
áfram með afgreiðsluna. En þá
hringir síminn...
I símanumerbóndi ofan af Snæ-
fjallaströnd sem vill vita hvort
hægt er að komast að í skoðun
daginn eftir þegar hann á erindi í
kaupstað. An þess að fara út úr
afgreiðslukerfinu flettir skoðun-
armaður upp lausum tírnum og
finnur tíma sem hentarbóndanum.
Tölvan athugar í gagnasafninu í
Reykjavík hvort "græna línan"
hafi tekið frá þennan tíma en svo
er ekki. Þá athugar tölvan hjá
Skýrr hve mikið ökutækið skuld-
ar í opinber gjöld og hvort trygg-
ing sé í lagi. Þessar upplýsingar
eru veittar í símann og er þá sam-
talinu lokið.
... Nú er aftur hægt að snúa sér
að afgreiðslunni. Um leið og
viðskiptavinurinn dregur upp
ávísanaheftið tilkynnir hann að
hann ætli einnig að skila inn eig-
endaskiptatilkynningu af öðru
ökutæki sem hann var að selja.
Skoðunarmaður bætir því gjaldi
fyrir eigendaskipti inn í nótuna.
Þá kemur sjálfkrafa upp skrán-
ingarmynd eigendaskipta. Skoð-
unarmaður skráir kennitölu selj-
anda og kaupanda, ásamt dag-
setningum og upplýsingum urn
það hjá hvaða tryggingarfélagi
kaupandinn kjósi að tryggja. Að
því loknu uppfærir tölvan eig-
endaupplýsingar á þremur stöð-
um: á fasta diskinum á ísafirði, á
netþjóni í Reykjavík og hjá Skýrr.
Þetta er allt gert í einni aðgerð
sem bakkað er út úr ef hún
heppnast ekki fullkomlega á öllum
tölvunum þremur. Ólíkt öðrum
uppfærslum eru eigendaskipti
ekki leyfð ef sambandslaust er
við Skýrr.
Nú er hægt að taka við greiðslu
fyrir öll viðskiptin. Að því loknu
skrifast út nótur, skráningarskír-
teini og skoðunarvottorð. Um
leið fara upplýsingar um greiðslu
opinberra gjalda til tekjubókhalds
ríkisins hjá Skýrr. Nú getur
skoðun hafist.
Framtíðarþróun
Allt frá gangsetningu kerfisins
hefur verið unnið jafnt og þétt
að endurbótum og aðlögun að
síbreytilegu umhverfi. Einnig
hefur nýtt gæðakerfi og fag-
gilding á skoðunarstarfsemi Bif-
reiðaskoðunar gert nýjar kröfur
til tölvukerfisins. Þærendurbætur
sem unnið verður að á næstunni
snúast í fyrsta lagi um endur-
skipulagningu á hinu dreifða
gagnasafni til að koma betur í
veg fyrir allan óþarfa gagna-
flutning á rnilli landshluta.
I öðru lagi er stefnt að því að
auka hraðann á netinu. Ekki þarf
að auka hraðann á forritasam-
skiptunum við Skýrr, en flutn-
ingshraði á nærnetunum (4 Mbit/
sek) þykir varla boðlegur í dag
og sama gildir um gagnanets-
hraðann út á land (9600 bit/sek).
Það er þó ekki alls staðar hlaupið
að því að auka gagnanetshrað-
ann, því þótt ljósleiðarasamband
sé komið um allt land, er ástandið
sums staðar þannig að símalína
frá símstöð út í skoðunarstöð
þolirekki meiri hraða en unr hana
fer í dag.
Þær breytingar sem fyrirsjáan-
legar eru á ökutækjaskránni hjá
Skýrr eru þær helstar að önnur
fyrirtæki og stofnanir rnunu í
auknum mæli sækja upplýsingar
í ökutækjaskrána í gegnum þjón-
ustumiðlara til þess að nýta í
sínum eigin tölvukerfum.
Hæpið er að slá nokkru föstu
urn hvernig þróunin verður á
tölvukerfi Bifreiðaskoðunar og
37 - Tölvumál