Tölvumál - 01.04.1994, Page 38
Apríl 1994
Nýtt og fullkomið fluggagnakerfi fyrir
íslenskt flugstjórnarsvæði
eftir Reyni Sigurðsson og Ólaf Jóhann Ólafsson
Inngangur
Síðar á þessu ári er væntanlegt
til landsins nýtt tölvukerfi í flug-
stjórnarmiðstöðina á Reykja-
víkurflugvelli, Fluggagnakerfið
(e. Flight Data Processing Sy stem,
FDPS). Hér er um að ræða eitt af
stærri samstæðu tölvukerfum
landsins sem byggja á gerð opinna
kerfa og unix stýrikerfa. FDPS er
ætlað að halda utan um alla þá
fluguntferð sem fer urn stjórnað
loftrými í íslenska flugstjórnar-
svæðinu.
Á hverju ári fara um það bil 60
- 70 þúsund flugvélar í gegnum
íslenska flugstjórnarsvæðið sem
spannar frá norðurpól meðfram
ströndum Noregs, suður fyrir
Færeyjar og yfir mestan hluta
Grænlands. Meginhluti þessarar
umferðar eru flugvélar á ferðum
milli Evrópu og Ameríku og hefur
þessi tala farið hækkandi með
árunum. Vegna tímamismunar
m.a. er þessi umferð rnikið til í
álagspunktum, þannig geta verið
allt að fOO vélar í svæðinu á
sama tíma og allt að 300 - 400
flugvélar í stjórnuðu loftrými á
einum sólahring. í farþegafjölda
getum við verið að tala um 100
þúsund manns sem eru háð því
að umferðin gangi rétt, sé á tíma
og áfallalaust.
Nánar skilgreint þá er veiga-
mesta hlutverk kerfisins að sjá
fyrir um árekstrar hættu, þ.e. auka
öryggi flugvéla, ásamt því að
auka sjálfvirkni í almennri
vinnslu. Flugstjórnarmiðstöðin
getur með þessari auknu sjálf-
virkni annað meiri flugumferð
og veitt betri þjónustu. Dæmi um
það sem verður sjálfvirkt er sam-
hæfing við aðrar flugstjórnar-
miðstöðvar (Kanada, Skotlandi,
Noregi) samskipti milli íslenskra
svæða, móttaka veðurupplýsinga
frá Veðurstofu, móttaka skeyta
frá flugvélum (t.d. staðarákvarð-
anir, flugáætlanir, o.s.frv.).
Kerfisuppbygging
Vélbúnaðurinn er nánast allur
úr IBM RS/6000 fjölskyldunni,
vinnustöðvar af gerð 320 og 360,
Víðnet Bifreiðaskoðunar frh.
ökutækjaskrá þegar litið er lengra
fram í tímann. Ef við leyfum
okkur að gefa ímyndunaraflinu
lausan tauminn má þó sjá fyrir sér
að næsta róttæka endurnýjun á
ökutækjaskrá hefjist um næstu
aldamót. Kröfurnar til kerfisins
gætu þá orðið eitthvað á þessa
leið:
Þegar slegið er inn númer öku-
tækisins eiga ekki einungis allar
tæknilegar upplýsingar að birtast
á skjánum, heldur skal einnig
koma fram mynd af ökutækinu.
Á íslandskorti á skjánum verður
einnig hægt að sjá nákvæma
staðsetningu ökutækisins þessa
stundina, á hvaða leið það er,
hversu hratt því er ekið og hver
situr undir stýri! Með ákveðnum
aðgerðalykli verður hægt að
komast í símasamband við öku-
tækið og gefa ökumanninum
nokkur góð ráð frá stóra bróður.
Þótt tæknilega sé líklega hægt
að uppfylla þessar ævintýralegu
kröfur í dag, á nú trúlega ntikið
vatn eftir að renna til sjávar áður
en þetta verður að veruleika.
Högni Eyjólfsson
38 - Tölvumál