Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 41

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 41
Apríl 1994 árekstrarhættu. Sásem vinnurvið viðkonrandi vinnustöð getur slegið inn upplýsingar handvirkt og haldið áfram að stjórna þeim vélum sem þegar voru í gagna- grunni viðkomandi. Þegar kerfið kemst í eðlilegt ástand að nýju þá sameinar það þessar upp- lýsingar við miðlæga gagna- grunninn og kerfið vinnur á eðlilegan hátt eftir það. Ytri samskipti Til að kerfið geti unnið í sam- starfi við aðrar flugstjórnarmið- stöðvar í kringum íslenska flug- stjórnarsvæðið verða gögn að geta flætt á milli kerfa. Þær upp- lýsingar semfaraámilli íþessum samskiptum eru flugáætlanir, flugheimildir, upplýsingar um staðarákvarðanir flugvéla, upp- lýsingar um veður svo eitthvað sé nefnt. Kerfið tekur á móti þessum upplýsingum, vinnur úr þeim, gerir viðeigandi rástafanir og sendir frá sér svipaðar upp- lýsingar til annarra flugstjórnar- miðstöðva. Vinnsla þessara upplýsinga geturfalist í sendingu upplýsingar til þess flugumferðarstjóra sem ber ábyrgð á viðkomandi flugvél, reikna nýjan flugferil fyrir viðkomandi vél miðað við nýja staðarákvörðun, endurreikna flugferla allra véla vegna nýn-a upplýsinga um vind í háloftum. Þessi samskipti fara frarn á gagnaneti sem flugstjórnarmið- stöðvar eru tengdar við og nefndar voru í inngangi. Kerfið er því tengt öðrurn kerfurn sem starfa við sörnu verkefni í öðrurn löndum og taka við upplýsingum eða senda til okkar kerfis. Þar er haldið áfram að meðhöndla upplýsingar um flugvélar sem eru á flugi og hverfa úr umsjón íslenska kerfisins. Niðurlag Ljóst er að hið nýja FDPS kerfi Flugmálastjórnar mun valda byltingu í flugumferðarstjórn á íslandi og sjálfvirkni í flugum- ferðarstjórn á norður Atlandshafi mun fleygja frarn með þessu kerfi. Sjálfvirknivæðing á þessu sviði setur miklar kröfur um rekstrar- öryggi þessara kerfa sem rnunu keyra allan sólarhringinn allt árið um kring. Kostir þess að vera með dreifða vinnslu koma ótví- rætt í ljós í FDPS þar sem fyllsta öryggis þarf að gæta. Það rnark- mið næst með því að hægt er að taka yfir þá hluta kerfisins sem verða óvirkir og undir öllurn kringumstæðum hægt að komast í sama ástand og notast er við í dag, þ.e. handvirk stjórnun. Höfundar eru verkfrœð- ingar hjá Flugmálasíjórn Islands Mynd 2. Myndin sýnir yfirlit yfir nettengingar í virka hluta kerfisins og samskipti við önnur kerfi. 41 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.