Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 21
21
og allir vita hefir lengst af verið svo afskekt, á eyland-
inu sínu yzt út í hafsauga nálega útilokuö úr heiminum,
var þetta eins og ekki til þangaö til á síðasta manns-
aldri, þessum allra síðustu áratugum. Líklega hefði
pó einhverjir landar vorir, sem helzt höfðu horn í síðu
kristindómsmálefnisins, áður komið auga á þetta vopn
og farið að nota sér það sínu máli, vantrúnni, til
stuðnings, ef þeim hefði fundist þeir þurfa á því að
halda. En þess þurfti ekki við. Kirkjan íslenzka lá
langa-lengi í lamasessi, — mestalla átjándu öldina og
mestalla nítjándu öldina líka. Trúarlíf þjóðar vorrar
' féll æ meir og meir á þessum tíma í slíkt svefnmók
eða dá, að engin ástæða gat virst til að bera á þaö
nein vopn, hvorki þetta sérstaka, né neitt annað.
Lang-sennilegast, eftir því, sem hinn andlegi hagur
þess stóð í ríkiskirkju-fjötrunum, við byrjan síðasta
aldarfjórðungs, að það myndi þá óg þegar verða sjálf-
dautt. Og frá sjónarmiði andstæðinga kristindómsins
lang-æskiiegast, að það dæi einmitt á þann hátt —
með öllu fyrirhafnarlaust frá þeirra hálfu. En nú er
fyrir löngu sýnt, að kristni þjóðar vorrar deyr ekki á
þennan hátt. Stórt brot þjóðarinnar hefir á síöustu
tuttugu til þrjátíu árum flutt burt frá íslandi og tekið
sér bólstað í þessari heimsálfu, Vesturheimi, og hefir
þannig nauðugt viljugt verið hrifið út úr öllum ríkis-
kirkjuböndum. þá fór nálega ósjálfrátt tilfinning
margra fyrir nauðsyn kristindómsins að glæðast. Og
út af þeirri glæddu tilfinning fórum vér að brjótast í
því, að uppbyggja yfir oss frjálsa kristna kirkju á
grundvelli hins opinberaða orðs guðs í heilagri ritning.
Hið íslenzka lúterska kirkjufclag vort er hinn sýnilegi
ávöxtur af þeirri tilraun. En því augsýnilegra sem