Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 110
I IO
mannanna. En mennirnir hafa klætt þær í fötin,
oröin, umbúðirnar. Jesús Kristur er sjálfur guðs orö.
Hann er kjarni ritningarinnar allrar, í gær og í dag og
eilíflega hinn sami. Hann er grundvöllur trúar vorr-
ar, — hann og enginn annar.
J)ótt sýnt verði fram á, að hinn mannlegi bún-
ingur gamla testamentis opinberunarinnar sé eitthvaS
ófullkominn, haggar þaö ekki þeirri opinberun hið
minsta hæti. GuSshugmyndin er þar, sem birtist
oss á fullkomnasta stigi í Jesú Kristi. Sambandið
milli guðs og manns er þar, — sama sambandiö eins
og mannkynsfrelsarinn gjörir lærisveinum sínum svo
óumræðilega Ijóst meö dæmisögunni um vínviðinn og
greinarnar. Sá, sem kemst í það lífssamband við
frelsárann, fær máttinn til að lifa og djörfungina til
að deyja eins fyrir því, þótt sannað verði, að einhver
atriði í sögu Israelslýðs hafi verið á annan hátt en
skráð er í gamla testamentinu. það er sannarlega að
binda sig of mjög við bókstafinn að ætla, að maður sé
skyldugur til að trúa þar hverju sögulegu smáatriði til
þess að verða hólpinn. það er að binda mönnum
byrðar, sem þeir eru ekki færir um að bera. það er
hin guðmannlega persóna frelsarans, sem gjörir menn
hólpna, en ekki bókin, sem um hann vitnar. það eru
hugsanir biblíunnar, sem lifa til eilífðar, en ekki bók-
stafurinn. Himinn og jörð munu líða undir lok, en
mín orð skulu ekki undir lok líða, segir frelsarinn.
þegar himinn og jörð líða undir lok, hverfur bókstaf-
urinn, umbúðirnar,—bækurnar, sem vér nefnum biblí-
ur. En hugsanirnar hans eru eilífar, af því hann
sjálfur er eilífur, og af því þær eru þá orðnar eilíf eign
þeirra, sem á hann trúa. það er auðskilið, að þegar