Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 46
46
mennings, hinum vorglaða friði, er þá var svo vfSa
ríkjandi, mildari siSum og hinum byrjandi íslenzku
bókmentum. Hin ömurlega og eySileggjandi Sturl-
unga-öld kom aS vísu áSur en mjög langt leiö. Og þá
sást vitanlega sorglega lítiS af kristindómi hjá þjóS
vorri. Nálega eingöngu heiöindómur þá ríkjandi á
Islandi, þótt þjóöin í orSi kveönu væri kristin. En aS
leiSa út af því þá ályktan, aö kristnitaka íslendinga
tveim hundruS árum áSur hafi ekki veriö annaö en
nafniS tómt, þaS nær engri átt. þaö mætti þá alveg
eins segja, aS hin megna spilling, sem náSi sér niöri í
hinum kaþólsku mentalöndum noröurálfunnar á síSara
hluta miöaldanna, sé vottur þess, aö sannur og lifandi
kristindómur hafi aldrei áSur oröiS þar ríkjandi. Og
því áræöir þó naumast nokkur maSur meS óbrjáluSu
viti aö halda fram.
En svo er og þess aS gæta, aS þótt kristin trú
nálega sloknaSi út hjá íslendingum á Sturlunga-öld-
inni, þá birtast þó jafnvel á þeirri tíö ávextir af krist-
indómi þeim, er þjóSin hafSi áöur eignast, 'í einu stór-
þýöingarmiklu atriöi. því einmitt á þrettándu öldinni
var þaS, aö bókmentalífiö forn-íslenzka stóS í sínum
mesta blóma í persónu hins heimsfræga Snorra Sturlu-
sonar, Sturlu þóröarsonar og þeirra annarra, sem þá
lögSu síSast hönd á söguritverkin gömlu. Enginn
minsti vafi þannig á því, aS þetta dýrmætasta í hinum
þjóöernislega arfi vorum, fornsögurnar íslenzku, eigum
vér beinlínis kristindóminum aS þakka.
Nú lít eg út í heim—nútíöarheiminn. Renni
augum mínum út yfir löndin. Athuga hinn jaröneska
hag hinna ýmsu þjóSa. Tek eg þá undir eins eftir
því, aö yfir heiönu löndunum grúfir yfir höfuS aS tala