Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 55
5?
börn eður fasteign, mín eöur fagnaðarboSskaparins
vegna, aS honum ekki veitist nú þegar í þessu lífi, og
það jafnvel mitt í ofsóknunum, hundraSfalt aftur,
heimili, bræður, systur, mæður, börn og fasteign, og
hér á ofan í öðrum heimi eilíft líf“ (Mark io, 29—30;
sbr. Matt. 19,27—29 og Lúk. 18, 28—30). þetta, sem
hér er fyrirheitiS til launa fyrir þaS aS fylgja Jesú
eftir, má að sjálfsögSu ekki alveg bókstafiega skiljast,
— það er aS segja: það af laununum, sem útborgað
skal í þessu lífi ; — en ekki hefir það heldur að öllu
leyti andlega merking. Hér er líka vissulega bent til
tímanlegrar velgengni sem afleiSingar af trúnni á Jes-
úm Krist, þótt sú bending komi fram í hálfgjörðu lík-
ingarmáli. En ef mönnum ekki þykir þetta nógu skýrt
því máli til staðfestingar, sem nú er um aS ræða, þá
eru til önnur orS eftir frelsarann, sem enn þá skýrar
lýsa yfir því, hverja þýSing kristindómurinn muni hafa
fyrir menn í jarSneskum efnum. því meðal sælu-
yfirlýsinganna í upphafi fjallræðunnar heyrum vér
þetta : ,,Sælir eru hógværir, því þeir munu jarSríkið
erfa“ (Matt. 5, 5). þetta er bergmál orSa nokkurra
í einum DavíSs sálmi (37, 22), þar sem yfir því er
lýst, aS ,,drottins blessuðu“ skuli landiS erfa, en aS
,,hans bölvuöu“ veröi þaðan út rutt. En Jesús lyftir
þeim orðum upp í hærra veldi, færir þau út, leiðir út
úr þeim enn þá miklu meira fyrirheit: Hógværu
mennirnir, guSs börnin iðrandi og trúuðu, lærisveinar
lausnarans, skulu erfa landið og löndin — jarðríkiS.
þeir skulu verSa ofan á í heiminum. Heimurinn með
öllum sínum gæðum skal komast í þeirra hendur.
þeir skulu verða heimsdrotnarnir. þeir skulu stýra
gangi mannkynssögunnar. Bókmentirnar og vísindin