Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 114
þá var títt og enn er títt og líklega ævinlega verður
títt, þótt hinar nýju skoðanir veröi algjörlega ofan á í
sannfæring manna. þaö lá öldungis fyrir utan hans
ætlunarverk og verkahring aö fara aö leiðrétta þess
háttar. það er ein meginregla, sem gengur í gegn
um guðlega opinberun frá upphafi til enda. Oss er
aldrei opinberað neitt, sem vér með voru mannlega
hyggjuviti og skynsemi getum fengið að vita. Drott-
inn vill, að vér mennirnir beitum því ljósi skynsem-
innar, sem vér höfum fengið til að afla oss þekkingar
um alt þess háttar, einnig í þeim efnum, er snerta
guðlega opinberun. Hann hjálpar oss þar aldrei
neitt, heldur ætlast til, að vér hjálpum oss þar sjálfir.
þegar hann vitnaði til hinna miklu guðs manna á
gamla testamentis tíðinni, hefir honum sjálfsagt ekki
komið til hugar,að koma fram með neinn dóm um það,
hverjir væru hinir eiginlegu höfundar eða hvað gamlir
hinir ýmsu hlutar gamla testamentisins. Honum hefir
víst ekki til hugar komið, að koma í veg fyrir nokk-
urar rannsóknir trúaðra eða vantrúaðra manna á
ókomnum tímum í þessum efnum. Slíkt væri öld-
ungis ósamrímanlegt við andann í orðum hans og
kenningu. En hann hefir talað um þessa hluti alveg
á sama hátt og gjört var alment á þeirri tíð. Vér
segjum þann dag í dag, að sólin komi upp og gangi til
viðar, án þess nokkur láti sér til hugar koma, að
byggja það á orðum vorum, að vér höfum enn þá
gömlu trú, að jörðin standi kyrr, en sólin snúist í
kring um hana. Helztu stjörnuspekingarnir, sem
uppi eru, geta komist þannig að orði, eins og tíðkan-
legt er í öllum heimi og sjálfsagt verður til daganna
enda, án þess með nokkuru móti væri leyfilegt að