Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 71
n
aöur sem réttlátur. Réttlætingin er ekki heldur þannig,
aS maöurinn eigi hana, heldur er hún fólgin í því, aö
honum er eignaö réttlæti Krists og að hann eignast
þaö. Réttlætingin fer því ekki fram smám saman,
sem nokkurir halda meö hinni rómversku kirkju,
heldur alt í einu. Hún er því alt annað en andlegur
þroski eöa trúarleg framför, sem fylgir henni eöa
leiöir af henni og öörum guðlegum náöargjöfum.
þessi fyrirgefningar-úrskuröur guös, eöa réttlæt-
ing fyrir trú, innifelur í sér algjörða fyrirgefning allra
synda. Öll hin sorglega syndasekt, er lögmál guðs
tilreiknar manninum og ákærir hann fyrir, er afmáö.
,,Sælir eru þeir, hverra yfirtroöslur eru fyrirgefnar,
hverra syndir eru huldar. Sæll er sá maöur, sem
drottinn tilreiknar ekki syndina“ (Sálm. 32, 1—2).
,,Og gefa hans fólki þekkingu sáluhjálparinnar, meö
fyrirgefningu syndanna, fyrir hjartgróna miskunn guös
vors“ (Lúk. 1, 77; sbr. Róm. 3, 25 og 4, 7—8).—
,,Með því guö í Kristi friðþægði heiminn viö sjálfan
sig og tilreiknar ekki mönnunum afbrot þeirra“ (2.
Kor. 5, 19), ,,og flutti oss inn í ríki síns elskulega
sonar, fyrir hvern vér höfum lausnina, fyrirgefningu
syndanna“ (Kól. 1, 13—14).
Guðs orð kennir, að maðurinn losni ekki aö eins
við syndasekt sína, veröi sýknaður sakamaður, heldur
sé hann Krists vegna og fyrir réttlætinguna í guðs augum
sem sonur, erfingi og dýrölegur meðborgari himinsins.
þannig kennir Páll: , ,En þeim, er ekki verk vinnur,
en trúir á hann, sem réttlætir óguðlegan, veröur trú
sín reiknuð til réttlætis ; eins og líka Davíð lofar sælu
þess manns, sem guð tilreiknar réttlætið án verka“
(Róm. 4, 5—6). ,,því eins og hinir mörgu (allir)