Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 51
Bandaríkjanna. Sú spurning reis upp meöan stóö á
undirbúningi sýningarinnar, hvort halda skyldi sýning-
unni þann tíma, er hún stæði yfir, opinni eða lokaöri
á sunnudögum. þaö gat eölilega virst mjög þýöing-
armikil spurning meö tilliti til peningalegra hagsmuna.
Mammonshugsanin heimtaði, aö sýningin stæði al-
menningi opin á þeim dögum eins og öllum öörum.
En hin kristilega trúarhugsan heimtaði hið gagnstæða.
Stórkostlegu fylgi var beitt í hvorritveggja áttinni.
Forstöðunefnd sýningarinnar klofnaöi, og þaö leit um
tíma út fyrir, aö sá hluti nefndarmanna, sem mamm-
onshugsanin hafði náð haldi á, myndi verða miklu
sterkari og þá að sjálfsögöu hafa sitt mál fram. En
það reyndist þó svo, þegar fullnaöar-atkvæðagreiðsla
fór fram í nefndinni, að sú hugsan varð að lúta í lægra
haldi. Hinir mennirnir reyndust þá miklu miklu
fleiri. Einn stórvægilegur þáttur í flokksfylgi þeirra
mannanna, er börðust fyrir þvf, að sýningunni væri
haldið lokaðri á sunnudögum, var bæn til guðs, heit
og sterk bæn um það, að honum mætti þóknast að
hjálpa við málstað þeirra, sem þeir voru hiklaust
sannfærðir um að var hinn góði málstaður sannleik-
ans. þeim duldist það ekki, að niðurstaðan í ágrein-
ingsmáli þessu hlaut að hafa ákaflega mikla þýðing
fyrir þjóðlíf föðurlands þeirra, svo mikla þýðing, að
hún réði því, hvort kristindómurinn yrði framvegis þar
í Bandaríkjunum ofan á eða ekki. Og hvað sem
menn vilja hugsa um þá bæn, þá er það ljóst, að guð-
leg forsjón greip hér inn í hlutanna gang. Talsmenn
kristindómsins höfðu mál sitt fram, þvert á móti því,
er búist var við, friðsamlega, en að því, er séð verður,
beinlínis fyrir guðlegt kraftaverk. Sýningunni var