Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 24
24
vinahépi kristni vorrar segja, hvort sem þaS hefir
verið í fullkominni alvöru eða ekki, að hann með því,
er hann hefir út úr sér látiö í ,, Verði ljós!“ um
,,mótsagnir“ og ,,þversagnir“ í biblíunni, sé beinlínis
að skemta skrattanum. — Eg skal nú lýsa yfir því, að
eg er engan veginn að öllu leyti samþykkur séra Jóni
Helgasyni í því, er hann í blaði sínu hefir sagt um
mótsagnir í biblíunni. Margt af því, sem hann bend-
ir á og telur til mótsagna, er, eftir því, sem eg þykist
geta sannað, alls engin mótsögn. En svo er annað.
Mér er nær að halda, að þetta sérstaka mótsagna-mál
í ,, Verði ljós !“ hafi ekki á vel hentugum tíma verið
fram borið. Eg er nærri því viss um, að allur þorri
leikmannalýðsins í íslenzku kirkjunni er — eins og nú
stendur — engan vegin vaxinn rnáli þessu. Og lang-
fæstir íslenzku nútíðarprestanna eru einnig, að ætlan
minni, færir að eiga við það — þannig, að ekki raskist
hjá þeim út af því grundvöllur trúarinnar. það er
svo míkið los á kristindóminum í huga íslenzkrar
alþýðu á þessum tíma, svo mikill ruglingur á sannind-
um trúarinnar hjá mörgum íslenzkum prestum, að lítil
líkindi eru til þess, að nú einmitt hafi verið réttur tími
til að bera þetta mál upp á þann hátt, sem gjört hefir
verið. þegar trúarmeðvitund manna er búin að fá
meiri festu — miklu meiri—-en enn er fengin, þá
verður margfalt hægra að eiga við þetta mál en nú.
Engin minsta hætta þá við því, að opinberar umræður
um það verði kristnu fólki þjóðar vorrar til hneyksl-
unar eða trúarveiklunar.
Eg ætla því ekki að tala um þetta mál nú. Alls
ekkert frekar í þetta skifti að eiga við þá tegund mót-
sagna í biblíunni, sem hvað QÍtir annað nú í seinni tfð