Aldamót - 01.01.1900, Side 58
53
ber þar tvent til. Annaö það, að vonin um eilíft líf
eftir dauðann fyrir guðs börn er þá—fyrir Jesúm
Krist—svo dýrðlega Ijós og sterk, eitt stórkostlegasta
aðal-atriðið í þeirri nýju opinberan, þar sem sú von
aftur á móti áður var svo undur dauf, lengi vel nálega
ekki til, og aldrei í gamla testamentis opinberaninni
meira en auka-atriði. Skiljanlegt þvf, að aðal-launin
fyrir guðrækilegt líf, drottinlega vinnu, sem mönnum
í guðs nafni var bent á á hinni fornu tíð, lægi eimitt í
jarðneskri hagsæld hérna megin grafarinnar. þar sem
aftur á móti aðal-laun guðs barnanna á nýju tíðinni
hlutu að liggja í hinni fyrirheitnu sælu annars heims.
Og í samanburði við þau laun — náðarlaunin í eilífð-
inni — hlaut það atriði launanna, er koma myndi fram
í hinni jarðnesku hagsæld, að verða nálega hverfanda.
En svo er og þess enn fremur að gæta, að til þess að
byrja með hlaut kristindómurinn, eins og þá stóð á í
heiminum, einmitt að leiða lærisveina Jesú út í þján-
ingar og þrengingar, mjög sxipaða píslarsögu þeirri, er
hann sjálfur hafði orðið gegn um að ganga. Og gat
því auðvitað meðan svo stóð fyrirheitið um jarðneska
hagsæld sem ávöxt kristilegs trúarlífs nálega alls eklti
komið til greina. Hin holdlega Messíasartrú Gyðinga
á þeirri tíð lifði vitanlega á jarðneskri hagsældarvon.
Og þeirri trú og von mátti með engu móti gefa undir
fótinn. Ein aðal-krafa Jesú Krists og postulanna til
allra, sem boðskap þeirra heyra, hlaut því að verða
sú, að þeir afneiti sjálfum sér um sérhvað eina, sem
holdlegu mannseðlinu þykir fýsilegt, sé á hverri stundu
til þess búnir að varpa burt frá sér öllum jarðneskum
gæðum, til þess að geta náð haldi á hinum himnesku
gæðum og gjört þau að eilífri eign sinni. Og með