Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 122
122
steinarnir og verða að ,,Trölladyngju“ eða ,,Ódá8a-
hrauni“, sem ófarandi er yfir fyrir menn og skepnur,
nema fuglinn fljúgandi.
þér munið líklega eftir frásögunni um njósnar-
mennina, sem Móses sendi á stað til þess aö kanna
Kanaansland. J)eir, sem huglausir voru og hræddir,
sögöu viö Israelsmenn aö lokinni rannsóknarferö
sinni : ,,þar sáum vér risa og vér vorum í eigin aug-
um sem engisprettur, og eins vorum vér í þeirra aug-
um“. þá æpti allur söfnuðurinn upp yfir sig og fólkið
grét þá sömu nótt (4. Mós. 13, 34 og 14, 1).
Svona æpa allir letingjar og ónytjungar og þrótt-
leysingjar upp yfir sig undir eins og þeir sjá einhvern
steininn í götunni, af því þeir skilja ekki steinana og
hafa ekki lært að glíma við þá. þeir og allir, sem
óttast steina og allar glímur við steina, hverfa af
brautunurn, sem drottinn beinir mönnunum, og fara
sinna eigin ferða, án þess að hafa guð með sér.
þegar eg sagðist ætla að taka málstað steinanna,
þá átti eg við þetta : Eg vildi benda á, hvað gagn-
legt það væri fyrir oss að glíma við þá og hvaða upp-
eldismeðal þeir væru.
Tilheyrendur mínir! Eg veit ekki, hvort það
stendur svo fyrir meðvitund yðar yfirleitt, að það sé
synd að vera latur, nenna ekki að gjöra neitt, — að
dugleysið og hugleysið sé synd,—vilja ekki leggja
neitt á sig eða þora ekki að eiga við neitt það, sem
stofnað gæti manni sjálfum í einhverja hættu, að ótt-
ast alla erviðleika og allar torfærur og tálmanir —■
alla steina, en ætlast til að allir hlutir falli þegar í
ljúfa löð eða detti af sjálfu sér dúnmjúkt niður í kjölt-