Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 174
174
inn eftir, ætti ætíö aö vera góöar biblíusögur. þaö er
öfug aöferö, að láta börnin byrja fyrst á kverinu, sem
þeim er miklu erviðara. Málið á þessum biblíusögum
virðist fremur létt og auðvelt, eins og það líka j?arf að
vera. Samt er ,,deif“ fyrir ,,dýfði“ (78) lítil umbót
og víst ekki börnunum skiljanlegra. Á eftir sumum
sögunum eru smá-skýringar. Aftan við hinar eiginlegu
biblíusögur er ofur lítið ágrip af sögu kristilegrar kirkju,
en það er mikils til of stutt til að ná fullkomlega til-
gangi sínum, en þó betra en ekki neitt. þetta eru að
mörgu leyti hentugustu biblíusögurnar, sem vér nú eig-
um, fyrir almenning.
Sjötta prentun af sálmabókinni
Sálmabókin. kom út árið sem leið á forlag
prestseknasjóðsins, sem nú á að
að njóta ágóðans. þessi útgáfa er prýðis laglega
prentuð á góðan pappír, með breiðum spázíum, nýju
og fallegu letri, að eins ein hending í hverri línu. Síð-
an sálmabókin kom út í fyrsta skifti hafa útgáfurnar
einlægt smáljótkað, svo það var vel hugsað að gefa
mönnum nú kost á að eignast hana í fallegri útgáfu,
sem auðvitað er ofur lítið dýrari, en þeim mun eigu-
legri. Lakast er, að æði margar prentvillur hafa
slæðst inn í hana.
„Mánaðartíðindi kristilegs ung-
Kristilegt lingafélags" eru nú komin á ann-
unglingafél. að ár, hálf örk á hverjum mán-
uði. Efnið smásögur og kristi-
legar áminningar til unglinganna, sem alt ber vott um
heitan áhuga og vakandi anda ritstjórans og stofnanda
félagsins, Friðriks Friðrikssonar, sem í sumar útskrif-
aðist af prestaskólanum. Með félagskapinn sýnist
ganga vel; hann er stöðugt að breiðast út, án efa til