Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 158
Umheimur fær ekkert vald yfir honum. þetta held eg
allir hljóti aS sannfærast um, sem lesa þessi litlu kver.
þótt hann hefði aldrei flutst úr sveit sinni og orkt öll
þessi ljóð sín þar, mundu þau hafa orSiS alveg eins,
nema hann hefSi þá ekki orkt um Canada. þetta er
mjög merkilegt og eftirtektarvert í sjálfu sér. þaS
sýnir þó vissulega, hvaS þjóSerni vort er seigt og
haldgott.
Stærri bókin eru ljóSmæli meS mynd höfundarins
framan viS. þau eru prentuS í Winnipeg fyrir nokk-
urum árum síSan( 1897) og eru 197 bls. á stærS. þau
bera öll vott um töluvert mikla hagyrSingsgáfu. þau
stefna ekki sérlega hátt, en eru létt og hverjum manni
auSskilin. Yfir þeim öllum er mildur mannúSarblær,
sem dæmir mjög vægt um galla mannanna og yfir-
sjónir og er öldungis laus viS alla vandlætingasemi ;
höfundurinn ann hinu góSa og vill framgang þess í
öllu, og hann fær sig naumast til aS trúa því, aS þaS
illa sé svo ilt, aS þaS geti ekki orSiS gott á endanum,
ef því er gefinn nógu langur tími. Hann er trúaSur
maSur og ljóS hans hvíla öll á trúarlegum grundvelli.
En hann vill sleppa öllu um þann vonda og staSinn
hans. Alt þetta er einkennilega íslenzkt.
Áhrifin, sem lífiS í hinum nýju heimkynnum hefir
haft á flesta Vsetur-íslendinga, eru ekki sízt í því
fólgin, aS þau hafa gjört þá flesta aS áköfum og marga
þeirra mjSg áköfum flokksmönnum. Eg held eg fari
rétt í því, aS lund vor hafi ekki tekiS eins miklum
breytingum í neina átt og þessa. Fram aS síSustu
tímum hefir enginn hlutur veriS fjarlægari íslenzkum
bændalýS en þaS, aS hafa ákveSnar skoSanir og láta
þær skifta sér í andvíga flokka. þaS hefir einmitt
veriS talin hrópleg synd og er víst víSast talin þaS
enn. HiS milda og meinlausa þjóSernislega eSli vort
er eiginlega algjört á móti því. þetta kemur hvergi
eins greinilega í ljós og í alþýSuskáldskap vorum, sem
aS mörgu leyti er svo dæmalaust glögg skuggsjá þess
hugsunarháttar og lundarlags, sem einkennir óbreytt-